Einbeitum okkur að aðalatriðunum
'}}

Birgir Ármannsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins:

Þessa dag­ana virðist vera að birta til varðandi heilsu­fars­leg­ar af­leiðing­ar COVID-19-far­ald­urs­ins hér á landi. Auðvitað ber okk­ur áfram að fara var­lega og eins verðum við að gæta þess að fagna ekki of fljótt, en flest bend­ir þó til þess að við séum kom­in í gegn­um erfiðasta tíma­bilið að því leyti.

Öðru máli gegn­ir um efna­hags­lega þátt­inn. Þar erum við enn í storm­in­um miðjum og enn eiga hinar efna­hags­legu af­leiðing­ar eft­ir að koma fram af full­um þunga. Stjórn­völd og Alþingi hafa þegar stigið mörg skref til að bregðast við þessu mikla höggi og enn eru marg­vís­leg­ar aðgerðir í píp­un­um. Flest­ar þess­ar aðgerðir hafa til þessa miðast að því að tak­marka tjónið í hag­kerf­inu eins og kost­ur er og milda af­leiðing­arn­ar fyr­ir fyr­ir­tæki og launa­fólk með ýms­um hætti. Þegar gríðarleg­ur sam­drátt­ur verður í lands­fram­leiðslu og öll starf­semi í einni helstu at­vinnu­grein lands­manna svo gott sem stöðvast ligg­ur í aug­um uppi að áhrif­in finn­ast víða og verða sárs­auka­full. Þing og rík­is­stjórn geta ekki af­stýrt því en verða hins veg­ar að gera það sem í þeirra valdi stend­ur til að skaðinn verði ekki meiri en óhjá­kvæmi­legt er og jafn­framt að búa í hag­inn fyr­ir end­ur­reisn og upp­bygg­ingu að far­aldr­in­um af­stöðnum.

Skref fyr­ir skref mun­um við færa okk­ur meira frá bráðabirgðaaðgerðum og tíma­bundn­um ráðstöf­un­um yfir í aðgerðir sem eiga að standa til lengri tíma. Bú­ast má við því að á sama tíma auk­ist póli­tísk­ur ágrein­ing­ur um aðferðir og leiðir til að byggja að nýju upp öfl­uga at­vinnu­starf­semi í land­inu. Ekki þarf að koma á óvart þótt póli­tísk stefnu­mörk­un kalli á skoðana­skipti og jafn­vel átök. Það er auðvitað æski­legt að ná eins víðtækri sam­stöðu og kost­ur er en við verðum að horf­ast í augu við að það er ekki alltaf mögu­legt. Hins veg­ar skipt­ir afar miklu máli að það ná­ist nokkuð víðtæk sátt um helstu mark­miðin; að all­ir stefni nokk­urn veg­inn í sömu átt þótt ágrein­ing­ur kunni að koma upp um ein­stök skref eða aðgerðir.

Ég geri ráð fyr­ir að í huga flestra sé mik­il­væg­ast að koma hjól­um at­vinnu­lífs­ins aft­ur af stað, fjölga störf­um á ný, auka aft­ur út­flutn­ings­tekj­ur og renna nýj­um og styrk­ari stoðum und­ir lífs­kjör alls al­menn­ings í land­inu. Það seg­ir sig sjálft að þegar starf­semi mik­ils fjölda fyr­ir­tækja stöðvast eins og hendi sé veifað og tug­ir þúsunda missa vinn­una þá hlýt­ur öll áhersla hinn­ar póli­tísku for­ystu í land­inu að miðast við viðbrögð við því. Tími, orka og at­hygli stjórn­mála­manna hlýt­ur að bein­ast að slík­um viðfangs­efn­um. Um leið verða þeir að sætta sig við að setja önn­ur áhuga­mál sín til hliðar, að minnsta kosti um sinn. Meðan við glím­um við efna­hagskreppu, sem gæti orðið sú dýpsta í ára­tugi, er ekki hjálp­legt eða lík­legt til ár­ang­urs að stjórn­mála­menn ber­ist á bana­spjót vegna hugs­an­legra stjórn­ar­skrár­breyt­inga, Evr­ópu­sam­bandsaðild­ar eða ein­hvers kon­ar rót­tækr­ar um­bylt­ing­ar á þjóðfé­lags­gerðinni. Eins og dæmi eru um frá fyrri tíð kann að vera freist­ing fyr­ir ein­hverja að reyna að nýta ástandið og erfiðleik­ana til að ná ein­hverj­um óskyld­um póli­tísk­um mark­miðum. Slíkt ber auðvitað að var­ast, enda er það vís­asti veg­ur­inn til að tefja fyr­ir og trufla vinn­una við hin brýnu viðfangs­efni sem við stönd­um frammi fyr­ir á næstu vik­um og mánuðum. Við skul­um ekki gera okk­ur þau verk­efni erfiðari en ella með því að kveikja aðra elda að óþörfu.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 6. maí 2020.