Matskeiðar og verðmætasköpun
'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra:

Fræg er sag­an af því þegar Milt­on Friedm­an var á ferð um Asíu og kom að hópi manna sem voru að grafa skurð með skófl­um. Þegar hann spurðist fyr­ir um af hverju þeir nýttu ekki nú­tíma­tækni fékk hann þau svör að þetta væri gert svona til að skapa fólki at­vinnu. Gröf­ur og vinnu­vél­ar myndu fækka störf­um. Hann benti á að ef til­gang­ur­inn væri fyrst og fremst að skapa störf þá væri nær að nota mat­skeiðar við gröft­inn. Þannig væri hægt að skapa ógrynni starfa.

Þessi saga kom upp í hug­ann þegar þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar lagði það til á dög­un­um að ein helsta lausn­in við þeim vanda sem nú blas­ir við okk­ur í efna­hags­líf­inu væri sú að fjölga starfs­mönn­um hins op­in­bera. Hann til­tók sér­stak­lega nokkr­ar stétt­ir op­in­berra starfs­manna en sum­ar þeirra eru nú í fram­varðarsveit í bar­átt­unni gegn Covid-19-far­aldr­in­um.

Það get­ur ekki verið sjálf­stætt mark­mið stjórn­valda að fjölga op­in­ber­um starfs­mönn­um – ekk­ert frem­ur en að rétta vega­gerðarmönn­un­um mat­skeiðar. Til­laga þing­manns­ins myndi ekki leysa vand­ann held­ur aðeins virka eins og plást­ur á blæðandi sár sem að lok­um þarf að græða.

Rík­is­rekst­ur á vissu­lega rétt á sér á ákveðnum sviðum en í at­vinnu­líf­inu fer best á því að ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki þeirra fái að keppa á frjáls­um markaði án of mik­illa af­skipta rík­is­valds­ins. Ríkið trygg­ir um­gjörðina en kem­ur sem minnst að sjálf­um rekstr­in­um. Öflugt at­vinnu­líf stend­ur und­ir verðmæta­sköp­un hag­kerf­is­ins og þar með skatt­tekj­um rík­is og sveit­ar­fé­laga. Sag­an kenn­ir okk­ur að blandað hag­kerfi eins og okk­ar stend­ur öðrum kerf­um fram­ar þegar kem­ur að hag­sæld, vel­meg­un og ör­yggi borg­ar­anna.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vill standa vörð um grunnþjón­ustu hins op­in­bera, tryggja öfl­ugt vel­ferðar­kerfi, efla mennta­kerfið, lög­gæslu og þannig mætti áfram telja. Um þetta er óþarfi að deila, enda samstaða um það á vett­vangi stjórn­mál­anna. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn legg­ur einnig áherslu á það hags­muna­mál okk­ar allra að skapa skil­yrði fyr­ir öfl­ugt at­vinnu­líf og verðmæta­sköp­un í hag­kerf­inu. Þau verðmæti greiða fyr­ir hinn op­in­bera rekst­ur. Því meiri verðmæti sem einka­geir­inn skap­ar því öfl­ugri og betri get­ur hin nauðsyn­lega op­in­bera þjón­usta verið.

Bar­átt­an við Covid-19 hef­ur kostað mikl­ar efna­hags­leg­ar fórn­ir. Ein­hug­ur þjóðar­inn­ar sýn­ir að það rík­ir al­menn­ur skiln­ing­ur á því að fyrst þarf að gæta að lífi og heilsu fólks og síðan þarf að að búa svo um hnút­ana að öfl­ugt at­vinnu­líf fái þrif­ist í land­inu á nýj­an leik. Efna­hagsaðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar hljóta að taka mið af fram­an­greindu. Standa verður vörð um heil­brigðis-, vel­ferðar- og mennta­kerfið en um leið verður að verja hag­kerfið sem hér hef­ur byggst upp og mun standa und­ir grunnþjón­ust­unni og far­sæld okk­ar í framtíðinni.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 27. apríl 2020.