Ræddu þátttöku kvenna í stjórnmálum í Pólitíkinni
'}}

Aukin þátttaka kvenna hefur án nokkurs vafa breytt stjórnmálunum mikið og til hins betra. Sjálfstæðisflokkurinn státar af mörgum stjórnmálakonum hafa rutt brautina og öðrum innblástur til að sækja fram. Vala Pálsdóttir formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna var gestur Guðfinns Sigurvinssonar í Pólitíkinni og ræddu þau um jafnréttisbaráttuna í fortíð, nútíð og framtíð. Þá ræddu þau um starf LS og glugguðu í Auði blað sjálfstæðiskvenna sem kom út í haust. Þáttinn má nálgast hér.

Landssamband sjálfstæðiskvenna var stofnað á nýársdag 1956 en hlutverk félagsins er að efla þekkingu og tengsl meðal kvenna í Sjálfstæðisflokknum og auka þátttöku þeirra í stjórnmálum. Félagið stendur fyrir fjölbreyttum námskeiðum, málfundum og viðburðum um samfélagsmál og stjórnmál.

Hægri hliðin ný hlaðvarpsrás

Hægri hliðin er ný hlaðvarpsrás á vegum Sjálfstæðisflokksins. Þar verða reglulega sendir út ýmsir þættir sem fjalla um hægri pólitík frá ýmsum sjónarhornum. Gjallarhorn og fleiri þættir verða aðgengilegir á Libsyn (sjá hér), á YouTube-rás Sjálfstæðisflokksins (sjá hér), á Spotify og víðar.