Staða ferðaþjónustunnar rædd í Pólitíkinni
'}}

Skapti Örn Ólafsson upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar var gestur í fimmta þætti af hlaðvarpsþættinum Pólitíkinni á Hægri hliðinni, hlaðvarpi Sjálfstæðisflokksins. Þáttinn má nálgast hér.

Þar ræddi Skapti Örn stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi og þær áskoranir sem greinin stendir frammi fyrir vegna COVID-19. Rætt var um aðgerðir ríkisstjórnarinnar og áhrif þeirra á ferðaþjónustufyrirtæki, um væntingar greinarinnar um aðkomu sveitarfélaganna og um innviðauppbyggingu í þágu ferðaþjónustunnar.

Hægri hliðin ný hlaðvarpsrás

Hægri hliðin er ný hlaðvarpsrás á vegum Sjálfstæðisflokksins. Þar verða reglulega sendir út ýmsir þættir sem fjalla um hægri pólitík frá ýmsum sjónarhornum. Gjallarhorn og fleiri þættir verða aðgengilegir á Libsyn (sjá hér), á YouTube-rás Sjálfstæðisflokksins (sjá hér), á Spotify og víðar.