Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er gestur í fjórða hlaðvarpsþætti af Pólitíkinni á Hægri hliðinni, hlaðvarpi Sjálfstæðisflokksins. Þáttinn má nálgast hér.
Þar fjallar Áslaug Arna um almannavarnakerfið, aðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19, þær tilslakanir sem kynntar voru á blaðamannafundi í gær, um ferðatakmarkanir, landamæri og flugsamgöngur og aðeins um prívatlífið á þessum óvenjulegu tímum.
Hægri hliðin ný hlaðvarpsrás
Hægri hliðin er ný hlaðvarpsrás á vegum Sjálfstæðisflokksins. Þar verða reglulega sendir út ýmsir þættir sem fjalla um hægri pólitík frá ýmsum sjónarhornum. Pólitíkin og fleiri þættir verða aðgengilegir á Libsyn (sjá hér), á YouTube-rás Sjálfstæðisflokksins (sjá hér), á Spotify og víðar.