Pólitíkin nýr hlaðvarpsþáttur hefur göngu sína
'}}

Fyrstu gestirnir í Pólitíkinni nýjum hlaðvarpsþætti á vegum Sjálfstæðisflokksins eru þau Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður bæjarráðs í Garðabæ. Ræddu þau um ástandið sem skapast hefur í samfélaginu vegna Kórónaveirunnar frá ýmsum hliðum. Þáttinn má nálgast hér. Hann var tekinn upp 27. mars 2020.

Pólitíkin er sem fyrr segir nýr hlaðvarpsþáttur á vegum Sjálfstæðisflokksins sem Guðfinnur Sigurvinsson stýrir. Guðfinnur er með reynslu úr fjölmiðlum en hann vann í áratug á Ríkisútvarpinu sem frétta- og dagskrárgerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi.

„Pólitíkin er þáttur þar sem ég ræði við fólk um það sem hæst bar í liðinni viku en líka málin í víðara samhengi; hvort sem það eru alþjóðamál, sveitarstjórnarmál eða bara eitthvað sem vekur forvitni mína,” segir Guðfinnur.

Hægri hliðin ný hlaðvarpsrás

Hægri hliðin er ný hlaðvarpsrás á vegum Sjálfstæðisflokksins. Þar verða reglulega sendir út ýmsir þættir sem fjalla um hægri pólitík frá ýmsum sjónarhornum. Þættirnir verða aðgengilegir á Lybsyn (sjá hér), á YouTube-rás Sjálfstæðisflokksins, á Spotify og víðar.