Miklir hagsmunir undir
'}}

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra:

Jakob Björns­son, fyrr­ver­andi orku­mála­stjóri, lést í liðinni viku. Hann var orku­mála­stjóri í tæp­an ald­ar­fjórðung eða frá 1973 til 1996 og tók eft­ir það áfram virk­an þátt í þjóðmá­laum­ræðu um orku­mál­efni.

Skýr og af­ger­andi sjón­ar­mið hans um stóriðju voru áber­andi í greina­skrif­um hans. Fer­ill hans sem orku­mála­stjóri, verk­fræðing­ur og pró­fess­or var þó auðvitað miklu fjöl­breytt­ari en sú mynd gef­ur til kynna. Í eft­ir­mæl­um um Jakob á vef Orku­stofn­un­ar er t.d. minnt á að hann var einn þeirra sem leiddu stór­fellt átak í hita­veitu­væðingu þjóðar­inn­ar á átt­unda ára­tugn­um, sem gerði olíu­hit­un að mestu óþarfa og hef­ur all­ar göt­ur síðan sparað þjóðinni tugi millj­arða í ol­íu­kaup­um, fyr­ir utan um­hverf­is­leg­an ávinn­ing.

Þar seg­ir einnig: „Segja má að Jakob Björns­son hafi með störf­um sín­um leitt starf á sviði orku­mála á tím­um um­brota, mik­illa breyt­inga og fram­fara með vel­gengni og far­sæld fyr­ir þjóðina.“ – Ég tek heils­hug­ar und­ir þessi orð.

Marg­vís­leg­ur ávinn­ing­ur af stóriðju

Oft hef­ur verið deilt um arðsemi orku­sölu til stóriðju. Áður en vikið er að henni er rétt að benda á að ávinn­ing­ur­inn ligg­ur víðar.

Í fyrsta lagi upp­bygg­ing hag­kvæmra stór­virkj­ana og öfl­ugs flutn­ings­kerf­is raf­orku um landið, sem þjóðin öll nýt­ur góðs af. Þetta hefði lík­lega verið von­laust verk­efni án stóriðju og í öllu falli marg­falt dýr­ara. For­senda þess að Alþjóðabank­inn lánaði okk­ur fyr­ir Búr­fells­virkj­un var að traust­ur kaup­andi var að stór­um hluta ork­unn­ar, þ.e. ál­ver ISAL í eigu sviss­neska fé­lags­ins Alusuis­se. Í dag stend­ur stóriðjan und­ir meiri­hluta kostnaðar við flutn­ings­kerfi Landsnets. Segja má að við hin fljót­um í ákveðnum skiln­ingi með í kerfi sem væri miklu veik­ara og/​eða dýr­ara án henn­ar.

Í öðru lagi koma er­lend fyr­ir­tæki með marg­vís­lega nýja þekk­ingu og „kúltúr“ til lands­ins. Í til­felli stóriðjunn­ar stend­ur ör­ygg­is­menn­ing­in upp úr. Eng­inn vafi er á því að ISAL og síðan önn­ur stóriðja hef­ur stuðlað að bættri ör­ygg­is­menn­ingu í ís­lensk­um iðnaði og at­vinnu­lífi al­mennt.

Í þriðja lagi hef­ur þjón­usta við stóriðju verið upp­spretta ný­sköp­un­ar og nýrra fyr­ir­tækja, sem sum hver hafa haslað sér völl er­lend­is. Nefna má tölvu- og tæknifyr­ir­tæki, vélsmiðjur, verk­fræðistof­ur og auðvitað alls kyns fyr­ir­tæki í orku­tengdri starf­semi.

Í fjórða lagi er það í þágu lofts­lags­mála að heim­ur­inn nýti sem mest af end­ur­nýj­an­leg­um orku­auðlind­um. Stóriðju­stefn­an hef­ur því verið já­kvætt fram­lag Íslands til lofts­lags­mála, ekki nei­kvætt eins og sum­ir halda fram.

Í fimmta lagi er stóriðja þrátt fyr­ir allt frem­ur stöðug. Gríðarleg fjár­fest­ing ligg­ur að baki sem ekki verður rif­in upp með rót­um svo glatt, öf­ugt við ýmsa aðra starf­semi. Og sveifl­urn­ar geta jafnað út aðrar sveifl­ur í hag­kerf­inu. Það sýndi sig m.a. eft­ir banka­hrunið, en ISAL var mögu­lega eina fyr­ir­tækið sem réðst í tug­millj­arða fjár­fest­ing­ar­verk­efni beint í kjöl­far þess.

Inn­lend út­gjöld

Lít­ill vafi er á því að sjálf orku­sal­an hef­ur orðið arðbær­ari með hækk­andi verði. Það er ekki óeðli­legt að verð hækki með tím­an­um; að af­slætt­ir séu einkum í boði í upp­hafi. Og það er ekki stefna okk­ar að nán­ast gefa stór­fyr­ir­tækj­um ork­una til þess að fá störf í staðinn, sem hef­ur verið nálg­un­in í a.m.k. ein­hverj­um til­vik­um í Kan­ada svo dæmi sé tekið.

En við mat á bein­um efna­hags­leg­um ávinn­ingi af stóriðju má held­ur ekki ein­blína á orku­söl­una eina og sér. Sam­kvæmt töl­um frá Sa­máli hafa orku­kaup ál­ver­anna þriggja verið í námunda við 40 millj­arða á ári en heild­ar­út­gjöld þeirra – laun, op­in­ber gjöld og vör­ur og þjón­usta fyr­ir utan ork­una – stund­um náð 90-100 millj­örðum.

Töl­ur um ISAL segja svipaða sögu; ork­an eitt­hvað ná­lægt 15 millj­örðum og önn­ur út­gjöld um eða yfir 10 millj­örðum.

Auðvitað er aug­ljóst að eng­inn get­ur látið sér detta það í hug að selja ork­una frek­ar um sæ­streng án þess að taka all­an þenn­an auka-ávinn­ing með í reikn­ing­inn.

Jafn­aug­ljóst er að það væri vit­leysa að úti­loka um alla framtíð að það reikn­ings­dæmi geti ein­hvern tím­ann gengið upp og banna skoðun á því.

Viðkvæm­ir tím­ar

Eig­end­ur ISAL hafa til­kynnt að til greina geti komið að hætta starf­semi vegna þess að ekki sjá­ist fram úr gríðarleg­um ta­prekstri. Það væri al­var­leg niðurstaða fyr­ir marga. Vert er að hafa í huga að þeir sem ekki hafa orku­samn­ing fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir fram­an sig geta aldrei lagt nema tak­markað mat á þessa stöðu. Og þeir sem þekkja hann mega ekki tjá sig um hann.

Ég hef áður vakið máls á því að skyn­sam­legt væri að auka gagn­sæi um orku­samn­inga. Það er for­senda vit­rænn­ar umræðu í stað mis­vel ígrundaðra ágisk­ana um sam­keppn­is­hæfni okk­ar, þar sem ger­ólík sjón­ar­mið heyr­ast. Ég hef lagt mitt af mörk­um til þess með því að fá óháð er­lent grein­ing­ar­fyr­ir­tæki til að kort­leggja sam­keppn­is­stöðu stóriðju með áherslu á orku­verð. Það verður fróðlegt að rýna í niður­stöður henn­ar í vor.

Greinin birtist fyrst í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 23. febrúar 2020.