Til hvers að verða 100 ára?
'}}

Sigríður Á. Andersen alþingismaður:

Eft­ir ára­tuga bar­áttu fyr­ir því að fá æðsta dómsvaldið aft­ur til lands­ins nýttu Íslend­ing­ar full­veldið með Sam­bands­laga­samn­ingn­um 1918 til þess að segja skilið við er­lent dómsvald í inn­lend­um mál­um. Þar með var horfið aft­ur til upp­hafs­ára Íslands­byggðar þegar inn­lend­ir dóm­stól­ar voru fljót­lega sett­ir á lagg­irn­ar en dóma­skip­an þróaðist hratt á þjóðveldis­öld frá ár­inu 930. Það var ekki fyrr en eft­ir að Íslend­ing­ar geng­ust Nor­egs­kon­ungi á hönd árið 1262 að dómsvaldið færðist smám sam­an úr landi með því að mál­um var áfrýjað utan, fyrst til kon­ungs svo síðast til Hæsta­rétt­ar Dan­merk­ur. Þessu fylgdi fjölg­un dóm­stiga einnig hér á landi. Í byrj­un 18. ald­ar voru dóm­stig­in orðin fjög­ur og málsmeðferðar­tím­inn eft­ir því. Úr því var leyst með því að fækka inn­lendu dóm­stól­un­um. Það var svo ekki fyrr en með lög­um árið 1919 að Hæstirétt­ur var stofnaður. Hann tók svo til starfa 16. fe­brú­ar 1920. Dóm­stig­in voru svo tvö allt til árs­ins 2018 þegar nýr áfrýj­un­ar­dóm­stóll, Lands­rétt­ur, tók til starfa. Hlut­verk Hæsta­rétt­ar hef­ur eft­ir það verið að fjalla um mál sem hafa veru­legt al­mennt gildi eða varða sér­tak­lega mik­il­væga hags­muni aðila. Á Íslandi geta dóm­stig­in því verið þrjú í und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um en eru al­mennt tvö.

Fleiri dóm­stig?

Æ oft­ar heyr­ist hins veg­ar að menn ætli með sín dóms­mál „alla leið“ og er þá oft­ast verið að vísa til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu (MDE) en stund­um til EFTA-dóm­stóls­ins sem starfar á grunni EES-samn­ings­ins.

MDE starfar á grunni Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu sem Ísland full­gilti árið 1953 sem eitt aðild­ar­ríkja Evr­ópuráðsins. Sátt­mál­inn var þó ekki lög­fest­ur hér á landi fyrr en árið 1994. Dóm­stóln­um er ein­göngu ætlað að leggja mat á það hvort aðild­ar­ríki hafi brotið gegn sátt­mál­un­um en hnekk­ir ekki dóm­um ís­lensks dóm­stóls eða ann­ars kon­ar úr­lausn­um mála hér á landi. Ein­stak­ling­ar hafa jú fengið bæt­ur frá ís­lenska rík­inu eft­ir dóm MDE en hann hagg­ar ekki sjálf­krafa niður­stöðu hins ís­lenska dóms sem MDE fjallaði um. Enda færi það í bága við stjórn­ar­skrá. Í sum­um til­vik­um hef­ur dóm­ur MDE leitt til sjálf­sagðra laga­breyt­inga eða til breyt­inga á starfs­hátt­um stjórn­valda. Þá hafa ís­lensk­ir dóm­stól­ar líka tekið mið af dóm­um MDE með já­kvæðum hætti, t.d. með ít­ar­legri rök­stuðningi fyr­ir niður­stöðu mála. Eins og á við um alls kon­ar já­kvæðar stefn­ur og strauma sem ís­lensk laga­setn­ing hef­ur orðið fyr­ir áhrif­um af þá hef­ur þátt­taka Íslands í því milli­ríkja­sam­starfi sem mann­rétt­inda­sátt­mál­inn er án nokk­urs vafa þannig al­mennt verið til góðs. Menn mega hins veg­ar ekki missa sjón­ar á því atriði ein­mitt að MDE er sam­starf ríkja en ekki yfirþjóðlegt vald yfir aðild­ar­ríkj­un­um. Mann­rétt­inda­sátt­mál­inn var enda leidd­ur hér í lög með þeim áskilnaði að „úr­lausn­ir mann­rétt­inda­nefnd­ar Evr­ópu, mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu og ráðherra­nefnd­ar Evr­ópuráðsins eru ekki bind­andi að ís­lensk­um lands­rétti“, sbr. 2. gr. lag­anna.

Lýðræði og full­veldi

Þótt stjórn­völd líti til niðurstaðna þeirra er­lendu stofn­ana sem Ísland á aðild að og eft­ir at­vik­um láta þær sig varða þá er það frum­skylda stjórn­valda, ekki síst dóm­stóla, að standa vörð um full­veldi Íslands og sjálfs­ákvörðun­ar­rétt þjóðar­inn­ar. Alþjóðasamn­ing­ur um borg­ara­leg og stjórn­mála­leg rétt­indi, sem Ísland leiddi í lög árið 1979, fjall­ar ein­mitt um þetta í 1. gr.; „All­ar þjóðir hafa sjálfs­ákvörðun­ar­rétt. Vegna þess rétt­ar ákveða þær frjálst stjórn­mála­leg­ar aðstæður sín­ar og fram­fylgja frjálst efna­hags­legri, fé­lags­legri og menn­ing­ar­legri þróun sinni.“ Ákvarðanir eða álit er­lendra stofn­ana hagga þannig ekki laga­setn­ingu og ákvörðunum stjórn­valda sem tekn­ar eru á grunni lýðræðis­ins. Þetta er auðskilið ef menn ímynda sér t.d. að MDE tæki til við að túlka 1. gr. MSE um rétt til lífs í sam­ræmi við stemn­ingu á hverj­um tíma, eins og hon­um er gjarnt, þannig að það tæki til ófæddra barna og ís­lensk lög þar að lút­andi þannig í bága við sátt­mál­ann. Það blas­ir við að ís­lensk­um lög­um sem Alþingi sem hef­ur sett eft­ir þing­lega og lýðræðis­lega meðferð á þessu viðkvæma álita­efni verður ekki haggað með er­lendu áliti og ekki þótt slíkt álit sé klætt í bún­ing dómsniður­stöðu.

Var­huga­verð þróun MDE

Sam­setn­ing MDE og málsmeðferðarregl­ur bera það með sér að ekki er um að ræða dóm­stól í eig­in­leg­um skiln­ingi og niður­stöðum hans var aldrei ætlað að hafa bind­andi áhrif að lands­rétti. Aðild­ar­rík­in eru 47, með afar fjöl­breytta laga­hefð og rétt­ar­kerfi en hvert með sinn dóm­ar­ann við dóm­stól­inn. Lýðræðis­hall­inn var frá upp­hafi slá­andi. Í hverju máli fyr­ir yf­ir­deild­inni sitja 17 dóm­ar­ar vald­ir af handa­hófi. Til sam­an­b­urðar má nefna að Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna er skipaður 9 dómur­um sem all­ir sitja í öll­um mál­um. Útil­okað er að MDE tak­ist að gefa skýra mynd af eig­in hug­mynd­um um rétt­ar­ástand með svo fjöl­breytt­um og sí­breyti­leg­um hópi dóm­ara. Fæst­ir dóm­ar­anna hafa jafn­vel full­komið vald á því tungu­máli sem notað er við mál­flutn­ing. Fleira má finna að form­inu hjá MDE. Það sam­rým­ist t.d. ekki hug­mynd­um rétt­ar­rík­is­ins að sami dóm­ar­inn fjalli um mál bæði í und­ir­rétti og yf­ir­rétti. Þá er margra ára málsmeðferð ekki til þess fall­in að tryggja rétt­indi kær­anda sem mögu­lega hef­ur orðið fyr­ir al­var­legu mann­rétt­inda­broti. Þessa dag­ana bíða um 100 þúsund mál af­greiðslu MDE.

Form­gall­ar er þó ekki það sem helst dreg­ur úr vægi dóm­stóls­ins. Efn­is­lega hef­ur MDE síðustu ára­tugi þanið út vald­heim­ild­ir sín­ar með því sem hann sjálf­ur kall­ar „lif­andi lög­skýr­ing­ar“ en gagn­rýn­end­ur er­lend­is hafa kallað „aktív­isma“. Þannig hef­ur MDE kosið að gefa sátt­mál­an­um þá merk­ingu sem dóm­stóll­inn tel­ur við hæfi hverju sinni, al­veg óháð skýr­um texta sátt­mál­ans. Væru niður­stöður MDE bind­andi að lands­rétti væri MDE að stíga var­huga­verð skref inn í lög­gjaf­ar­starf aðild­ar­ríkj­anna og grafa þar með und­an lýðræði ríkj­anna.

Vilj­um standa vörð um mann­rétt­indi

Flest þau rétt­indi sem MSE kveður á um voru í ís­lensk­um rétti áður en MSE var lög­leidd­ur. Þess vegna olli það eng­um straum­hvörf­um þegar sátt­mál­inn var leidd­ur í lög árið 1994. Eng­inn þarf að velkj­ast í vafa um að hér á landi er samstaða um öll þau mann­rétt­indi sem MSE tek­ur til. Mál­efna­leg gagn­rýni á starf­semi MDE og „lif­andi“ túlk­un hans á sátt­mál­an­um er ekki á nokk­urn hátt aðför að mann­rétt­ind­um eða mann­rétt­inda­bar­áttu. Þeir sem bregðast við slíkri gagn­rýni með hneyksl­an eða þögg­un gera ekki annað en að renna stoðum und­ir rétt­mæti gagn­rýn­inn­ar.

Á 100 ára af­mæli Hæsta­rétt­ar er fullt til­efni til að fagna þróun dóm­stóla hér á landi. Mik­il­væg­ar rétt­ar­bæt­ur sem gerðar hafa verið á þess­um árum eft­ir lýðræðis­lega um­fjöll­un lög­gjaf­ans eru til vitn­is um það að fer­ill­inn er heilt yfir far­sæll. Nauðsyn­leg íhalds­semi og festa hef­ur ekki komið í veg fyr­ir eðli­lega þróun á starf­semi dóm­stól­anna. Með flutn­ingi Hæsta­rétt­ar frá Dan­mörku til Íslands varð sú grund­vall­ar­breyt­ing á dóm­um um ís­lensk mál­efni að þeir voru nú kveðnir upp af dómur­um sem þurfa sjálf­ir að búa við dóm­ana. Það væri nöt­ur­legt ef á þessu af­mælis­ári yrði breyt­ing þar á.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 20. febrúar 2020.