Réttarbót í dómsmálum
'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra:

Stofn­un End­urupp­töku­dóms er eitt af fyrstu mál­um vorþings­ins. Með stofn­un dóms­ins verða tek­in af öll tví­mæli um að dómsvaldið sé ein­vörðungu á hendi dóm­ara í sam­ræmi við stjórn­ar­skrá. Úrlausn­ir dóms­ins verða end­an­leg­ar.

Sá galli er á nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi að nefnd á veg­um fram­kvæmda­valds­ins, end­urupp­töku­nefnd, hef­ur vald til að heim­ila end­urupp­töku mála sem dóm­stól­ar hafa leyst end­an­lega úr og hrófla þannig við úr­lausn hand­hafa dómsvalds­ins. Þetta fyr­ir­komu­lag stríðir gegn þrígrein­ingu rík­is­valds­ins.

End­urupp­töku­dóm­ur verður skipaður fimm dómur­um. Að meiri­hluta verður hann skipaður embætt­is­dómur­um frá hverju hinna þriggja dóm­stiga. Tveir dóm­ar­ar verða skipaðir að und­an­geng­inni aug­lýs­ingu. Þeir síðar­nefndu munu dæma í öll­um mál­um sem koma inn á borð dóm­stóls­ins ásamt ein­um embætt­is­dóm­ara.

Með frum­varp­inu er stefnt að rýmk­un skil­yrða til end­urupp­töku einka­mála. Sam­kvæmt gild­andi lög­um þurfa þrjú skil­yrði að vera upp­fyllt til þess að mál fá­ist end­urupp­tekið. Tvö þess­ara skil­yrða eru sér­staks eðlis þar sem leiða verður sterk­ar lík­ur að því ann­ars veg­ar að máls­at­vik hafi ekki verið leidd rétti­lega í ljós þegar málið var til meðferðar og hins veg­ar að ný gögn muni verða til breyttr­ar niður­stöðu í mik­il­væg­um atriðum. Þriðja skil­yrðið vís­ar til þess að önn­ur at­vik mæli með því að leyfi verði veitt, þar á meðal að stór­felld­ir hags­mun­ir aðilans séu í húfi.

Með frum­varp­inu er lagt til að nægi­legt sé að öðru hvoru sér­stöku skil­yrðanna sé full­nægt til að mál fá­ist end­urupp­tekið, enda séu hin al­mennu skil­yrði jafn­framt fyr­ir hendi. Skil­yrðin taka ann­ars veg­ar til þeirra til­vika þegar sterk­ar lík­ur eru að því leidd­ar með nýj­um gögn­um eða upp­lýs­ing­um að máls­at­vik hafi ekki verið rétti­lega leidd í ljós þegar málið var til meðferðar og aðilan­um verði ekki um það kennt. Hins veg­ar taka skil­yrðin til annarra til­vika en þeirra sem varða máls­at­vik. Sam­kvæmt því næg­ir að fram hafi komið ný gögn eða upp­lýs­ing­ar sem sterk­ar lík­ur mæla með að muni breyta fyrri niður­stöðu dóms­máls­ins. Með nýj­um gögn­um eða upp­lýs­ing­um í þess­um skiln­ingi geta verið úr­lausn­ir alþjóðlegra dóm­stóla á borð við Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu og EFTA-dóm­stól­inn.

Þó að ný gögn eða upp­lýs­ing­ar liggi fyr­ir mun það ekki leiða sjálf­krafa til þess að mál verði end­urupp­tekið. Alltaf þarf að fara fram gaum­gæfi­legt mat á því hvort skil­yrði til end­urupp­töku séu upp­fyllt enda dæma ís­lensk­ir dóm­stól­ar ein­göngu á grund­velli ís­lenskra laga.

Með frum­varp­inu um End­urupp­töku­dóm er meg­in­regl­an um þrískipt­ingu rík­is­valds­ins fest í sessi og skil­yrði um end­urupp­töku dóms­mála rýmkuð. Það mik­il­væg­asta er að í þessu felst mik­il rétt­ar­bót fyr­ir al­menn­ing í land­inu.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 22. janúar 2020.