Í sjálfheldu fábreytileika og aukinna útgjalda
'}}

Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

Kraf­an um stöðugt auk­in rík­is­út­gjöld er sterk. Þrátt fyr­ir gríðarlega aukn­ingu á síðustu árum vant­ar fjár­muni í alla mála­flokka, sé tekið mið af frétt­um, ákalli hags­munaaðila og kröf­um stjórn­mála­manna að því er virðist úr öll­um flokk­um. Það vant­ar fjár­muni í heil­brigðis­kerfið, í al­manna­trygg­ing­ar, í mennta­kerfið, í sam­göng­ur og lög­gæslu. Um­hverf­is­mál eru sögð fjár­svelt, við setj­um ekki næga pen­inga í þró­un­araðstoð, sveit­ar­fé­lög­in telja sig hlunn­far­in í sam­skipt­um við ríkið. Ætl­ast er til að meiri fjár­mun­ir séu sett­ir í ný­sköp­un og rann­sókn­ir, nauðsyn­legt er að hækka barna­bæt­ur, lengja fæðing­ar­or­lof og hækka greiðslur. Ríkið á að styðja enn bet­ur við bakið á menn­ing­ar­starf­semi og auka end­ur­greiðslur (styrki) til kvik­mynda­gerðar og bóka­út­gáfu. Og ekki má gleyma kröf­unni um að rík­is­sjóður sendi einka­rekn­um fjöl­miðlum ár­leg­an tékka svo þeir sigli ekki í strand.

Þung­inn að baki kröf­um um stór­auk­in rík­is­út­gjöld er mik­ill. Kröf­urn­ar eru enda­laus­ar en of fáir velta því fyr­ir sér hver eða hverj­ir eigi að standa und­ir öllu. Enn færri hafa áhuga á því að skoða meðferð op­in­bers fjár – leita svara við því hvort við séum að bæta þjón­ustu og gæði með aukn­um út­gjöld­um. Engu er lík­ara en að hag­kvæm ráðstöf­un sam­eig­in­legra fjár­muna sé auka­atriði. Aukn­ing út­gjalda er sjálf­stætt mark­mið. Dæmi um þetta er heil­brigðis­kerfið.

Nær 100 millj­arða aukn­ing

Sam­kvæmt fjár­lög­um þessa árs verða fram­lög til rekstr­ar heil­brigðis­kerf­is­ins (fjár­fest­ing ekki tal­in með) nær 245 millj­arðar króna. Á ein­um ára­tug hafa fram­lög­in því hækkað um tæp­lega 98 millj­arða að raun­v­irði, eða 67%. Mér er til efst að marg­ar aðrar þjóðir hafa staðið þannig að verki.

En þrátt fyr­ir mikla aukn­ingu – gríðarlega aukn­ingu – virðist víða pott­ur brot­inn. Kraf­an um að út­gjöld til heil­brigðismála skuli ekki vera lægri en 11% af lands­fram­leiðslu hljóm­ar enn á ný. Því er haldið fram að Íslend­ing­ar séu eft­ir­bát­ar annarra Norður­landaþjóða þegar kem­ur að op­in­beru fjár­magni til heil­brigðismála og engu skipt­ir þótt ald­urs­sam­setn­ing þjóðar­inn­ar sé hag­stæðari.

Til að setja hlut­ina í sam­hengi. Kraf­an um að tryggja að hlut­fall heil­brigðisút­gjalda nemi 11% af lands­fram­leiðslu jafn­gild­ir því að út­gjöld rík­is­ins hækki um liðlega 93 millj­arða króna á þessu ári. Til að standa und­ir því yrði að hækka tekju­skatt ein­stak­linga um 45% eða hækka virðis­auka­skatt um 36%. Það er einnig hægt að nær tvö­falda trygg­inga­gjaldið. Auðvitað er hægt að út­færa tekju­öfl­un rík­is­ins með öðrum hætti, hækka suma skatta meira en aðra en í heild yrðu skatt­tekj­ur að hækka um 13% frá því sem ætlað er. Og þá er gengið út frá því að hækk­un skatta hafi eng­in nei­kvæð áhrif á efna­hags­lífið – all­ir vita hversu frá­leit slík for­senda er.

Auk­in út­gjöld til heil­brigðismála eru ekki mark­mið í sjálfu sér. Verk­efnið er alltaf að auka lífs­gæði al­menn­ings með góðri og öfl­ugri heil­brigðisþjón­ustu.

Betri nýt­ing fjár­muna

Flest­ir viður­kenna að auka verði út­gjöld til heil­brigðismála eft­ir því sem þjóðin eld­ist. Við get­um dregið úr aukn­ing­unni með skyn­sam­legri fjár­fest­ingu í bar­átt­unni gegn lífs­stíl­stengd­um sjúk­dóm­um. En við verðum um leið að horf­ast í augu við þá staðreynd að fjár­mun­um er víða sóað, þeir eru illa nýtt­ir. Ég hef haldið því fram að eitt stærsta verk­efni okk­ar á sviði heil­brigðismála sé að tryggja betri nýt­ingu fjár­muna – að skatt­greiðend­ur – hinir sjúkra­tryggðu – fái það sem greitt er fyr­ir; öfl­uga og góða heil­brigðisþjón­ustu. Þar skipt­ir skipu­lagið – kerfið sjálft – mestu.

Í grein hér í Morg­un­blaðinu síðastliðinn föstu­dag rök­styður Reyn­ir Arn­gríms­son, formaður Lækna­fé­lags Íslands, ágæt­lega þá full­yrðingu að álag á Land­spít­al­ann sé „komið yfir þol­mörk“. Hann sér hins veg­ar ekki aðeins vand­ann held­ur einnig lausn­ir:

„Mögu­leg lausn væri að skoða alla þjón­ustuþætti sjúkra­húss­ins og greina bet­ur það sem kalla má kjarna- og lyk­il­starf­semi frá ann­arri starf­semi sem hægt væri að fela öðrum sem þegar eru reiðubún­ir að sinna þeirri heil­brigðisþjón­ustu. Heil­brigðis­yf­ir­völd virðast mót­fall­in slík­um aðgerðum og hafa með aðgerðum sín­um í raun kallað fram það ófremd­ar­ástand sem nú hef­ur þró­ast.“

Reyn­ir seg­ir að á sama tíma og álagið á bráðaþjón­ustu Land­spít­al­ans sé komið að þol­mörk­um séu sjúkra­hús­inu „fal­in viðbót­ar­verk­efni, ým­ist í formi svo­kallaðra átaks­verk­efna eða þjón­ustu sem verið er að færa til vegna þeirr­ar stefnu heil­brigðis­yf­ir­valda að einka­rek­in heil­brigðisþjón­usta skuli dreg­in sam­an með öll­um til­tæk­um ráðum“.

Skila­boð for­manns Lækna­fé­lags­ins eru skýr. Það megi með rök­um halda því fram að viðbótar­fjárveit­ing­ar til Land­spít­al­ans vegna „átaks- og sér­verk­efna hafi í raun haft þau heild­aráhrif að þjón­ust­an á öðrum sviðum og sér­stak­lega við bráðveikt fólk hafi skerst og sé kom­in niður fyr­ir þau ör­ygg­is­mörk sem lækn­ar telja viðun­andi“.

Sátt­máli brot­inn

Svo virðist sem það sé inn­gró­in tregða í kerf­inu að nýta kosti einkafram­taks­ins í heil­brigðisþjón­ustu, auka val­mögu­leika al­menn­ings og stuðla að hag­kvæmri nýt­ingu fjár­muna og draga úr álagi á sjúkra­hús­um. Þegar sýnt er að tak­markaðir fjár­mun­ir nýt­ast bet­ur og þjón­ust­an við lands­menn verður öfl­ugri er eng­in skyn­semi í því að leggja steina í göt­ur einka­rekstr­ar. Af­leiðing blas­ir við, eins og formaður Lækna­fé­lags­ins bend­ir á.

Fá­breyti­leiki í rekstr­ar­formi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins leiðir til verri þjón­ustu við lands­menn – sem all­ir eru sjúkra­tryggðir – veld­ur aukn­um kostnaði og gref­ur und­an sam­keppn­is­hæfni Íslands við að laða til lands­ins vel menntað og hæfi­leika­ríkt starfs­fólk, eft­ir langt sér­nám. Dregið er úr framþróun enda horft fram­hjá því að lækn­is­fræðin er þekk­ing­ariðnaður.

Íslensk heil­brigðisþjón­usta er á leið í sjálf­heldu frá­breyti­leika og auk­inna út­gjalda. Engu er lík­ara en að allt snú­ist um að auka út­gjöld­in og koma bönd­um á einka­rekst­ur, í stað þess að leggja áherslu á þjón­ustu við alla sjúkra­tryggða.

Vandi heil­brigðis­kerf­is­ins verður ekki leyst­ur með sí­fellt aukn­um út­gjöld­um (þó að við þurf­um ör­ugg­lega að auka út­gjöld­in á kom­andi árum og ára­tug­um). En verst af öllu er að verða vitni að því hvernig hægt og bít­andi er að mynd­ast jarðveg­ur fyr­ir tvö­falt heil­brigðis­kerfi og einka­rekn­ar sjúkra­trygg­ing­ar, með því að vinna gegn samþætt­ingu og sam­vinnu op­in­bers rekstr­ar og einka­rekstr­ar. Efna­fólk mun nýta sér góða og ör­ugga heil­brigðisþjón­ustu á veg­um einkaaðila en við hin bíðum milli von­ar og ótta á rík­is­rekn­um biðlist­um um að fá nauðsyn­lega þjón­ustu áður en það er orðið of seint. Og þá stend­ur ekk­ert eft­ir af þjóðarsátt­mál­an­um um að sam­eig­in­lega tryggj­um við öll­um jafn­an aðgang að nauðsyn­legri þjón­ustu óháð efna­hag.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 22. janúar 2020.