Á tímamótum – og allan ársins hring
'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra:

Í upp­hafi nýs árs er við hæfi að meta árið sem nú er liðið og horfa til þess hvernig nýja árið lít­ur út. Árið 2019 var viðburðaríkt og full ástæða er til að horfa björt­um aug­um á árið 2020.

Ísland er á réttri leið og við get­um verið full til­hlökk­un­ar gagn­vart þeim krefj­andi verk­efn­um sem bíða og nýj­um tæki­fær­um til að gera enn bet­ur.

Rík­is­sjóður hef­ur aldrei staðið styrk­ari fót­um og vext­ir hafa lækkað þrátt fyr­ir sam­drátt­ar­skeið. Í gegn­um þau efna­hags­legu áföll, sér­stak­lega í ferðaþjón­ustu, sem urðu á ár­inu sem nú er liðið, hef­ur verðbólga hald­ist stöðug og gengið lítið lækkað. Sá grunn­ur er for­senda þess að hægt sé að vinna áfram að betri lífs­kjör­um allra lands­manna.

Útlitið í efna­hags­mál­um í upp­hafi síðasta árs var ekki bjart. Stærsta úr­lausn­ar­efnið voru kjara­samn­ing­ar á al­menn­um vinnu­markaði. Með sam­stilltu átaki og vegna þeirra skyn­sam­legu ákv­arðana sem tekn­ar voru tókst okk­ur að af­stýra óstöðug­leika og bæta lífs­kjör al­menn­ings, einkum hinna lægst launuðu, skapa for­send­ur fyr­ir auk­inn kaup­mátt, lægri vexti og stöðug­leika í verðlags­mál­um til hags­bóta fyr­ir alla.

Rík­is­stjórn­in kom með mynd­ar­leg­um hætti að lausn kjara­deil­unn­ar og mun áfram stuðla að auk­inni vel­sæld hér á landi. Við höf­um lækkað tekju­skatt, lengt fæðing­ar­or­lof, aukið barna­bæt­ur og stuðning við ungt fólk í hús­næðis­kaup­um. Allt eru þetta brýn verk­efni sem einkum gagn­ast ungu fólki og hinum tekju­lægri. Ég er stolt af því að eiga sæti í rík­is­stjórn sem berst fyr­ir bætt­um lífs­kjör­um al­menn­ings með svo af­ger­andi hætti.

Mátt­ur sam­stöðu og gagn­kvæms skiln­ings er mik­ill og ár­ang­urs­rík­ur. Það mun ég hafa að leiðarljósi í störf­um mín­um í dóms­málaráðuneyt­inu á kom­andi ári. Þar bíða brýn verk­efni á borð við mál­efni fanga, út­lend­inga og lög­reglu, svo fátt eitt sé nefnt. Sú bjarg­fasta trú mín að mik­il­vægt sé að ein­falda reglu­verk öll­um til hægðar­auka verður leiðarljós mitt á nýju ári – meðal ann­ars í breyt­ing­um á lög­um um áfeng­is­sölu, breyt­ing­um á lög­um um manna­nafna­nefnd og bættri þjón­ustu við al­menn­ing.

Sann­ind­in um þýðingu sam­stöðu og sam­heldni þjóðar­inn­ar birt­ist með óvænt­um hætti þegar gíf­ur­legt óveður gekk yfir landið í byrj­un des­em­ber. Þar urðum við vitni að því að þúsund­ir sjálf­boðaliða eru reiðubún­ir til að hætta lífi sínu til stuðnings og hjálp­ar meðborg­ur­um sín­um. All­ar aðgerðir stjórn­mála­manna blikna í sam­an­b­urði. Þarna sýndu Íslend­ing­ar sín­ar bestu hliðar. Í þeim anda, um­hyggju fyr­ir ná­ung­an­um, sem er svo stór þátt­ur í sam­fé­lagi okk­ar, skul­um við byggja framtíðina. Fyr­ir þessa dýr­mætu auðlind ber að þakka, ekki ein­göngu um ára­mót held­ur all­an árs­ins hring.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 3. janúar 2020.