Skattabreytingar – um 30 milljarða hækkun ráðstöfunartekna
'}}

Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

Ég nokkuð viss um að marg­ir vin­ir mín­ir á vinstri kant­in­um súpa hvelj­ur þegar þeir átta sig á að frá því að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tók sæti í rík­is­stjórn árið 2013 hef­ur tek­ist að lækka álög­ur á heim­ili og fyr­ir­tæki um tugi millj­arða á ári. Í huga þeirra er slíkt glapræði og vitn­is­b­urður um að verið sé að „veikja“ skatt­stofna, „af­sala“ rík­inu tekj­um og nýta ekki „tekju­tæki­færi“ sem ríkið hef­ur með því að vera ekki dýpra í vös­um launa­fólks og fyr­ir­tækja.

Á sama tíma og vinstri­menn berj­ast við sál­fræðilegt áfall eru ekki all­ir hægri­menn kát­ir; telja að of hægt gangi að koma bönd­um á skattakrumlu hins op­in­bera. Ég er sam­mála sam­herj­um mín­um en ég líkt og þeir verð að viður­kenna staðreynd­ir:

Skatt­kerf­is­breyt­ing­ar í tíð Sjálf­stæðis­flokks­ins í rík­is­stjórn frá 2013, hafa leitt til þess að ráðstöf­un­ar­tekj­ur heim­il­anna hafa hækkað um nær 30 millj­arða króna. Séu af­nám auðlegðarskatts og orku­skatts á raf­magn tal­in með má ætla að ráðstöf­un­ar­tekj­ur heim­il­anna á þessu ári séu um 40 millj­örðum hærri en þær hefðu orðið ef breyt­ing­ar, sem Bjarni Bene­dikts­son hef­ur beitt sér fyr­ir sem fjár­málaráðherra og for­sæt­is­ráðherra, hefðu ekki náð fram að ganga.

Þess­ar upp­lýs­ing­ar koma m.a. fram í ít­ar­legu svari fjár­mála- og efna­hags­ráðherra við fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á skött­um og gjöld­um frá ár­inu 2013. (Óskað var eft­ir upp­lýs­ing­um um hverj­ar skatt­tekj­ur rík­is­ins hefðu orðið, að öðru óbreyttu, ef skatt­ar og trygg­inga­gjöld hefðu verið óbreytt miðað við árið 2012.)

70 millj­arða lækk­un skatta

Tekju­skatt­ur ein­stak­linga hef­ur lækkað um nær 24 millj­arða króna vegna ým­issa breyt­inga sem gerðar hafa verið á síðustu árum. Án þeirra breyt­inga, sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur haft for­ystu um, væru heim­il­in því að greiða nær tveim­ur millj­örðum krón­um meira í hverj­um mánuði í tekju­skatt en þau gera á þessu ári. Til viðbót­ar kem­ur skatt­frjáls ráðstöf­un sér­eigna­sparnaðar vegna íbúðakaupa. Áætlað er að eft­ir­gjöf / lækk­un tekju­skatts vegna sér­eigna­sparnaðar sé um 3,8 millj­arðar á þessu ári. Í byrj­un kom­andi árs kem­ur til fram­kvæmda fyrri áfangi í kerf­is­breyt­ing­um á tekju­skatti en síðari áfang­inn næst árið eft­ir sem trygg­ir launa­fólki um 21 millj­arðs króna lækk­un tekju­skatts.

Lækk­un trygg­inga­gjalds nem­ur um 17,8 millj­örðum en frá 2013 hef­ur skatt­hlut­fallið lækkað úr 7,69% í 6,60%. Á næsta ári lækk­ar gjaldið enn frek­ar eða um fjóra millj­arða króna.

Af­nám al­mennra vöru­gjalda hef­ur lengi verið bar­áttu­mál sjálf­stæðismanna. Sú bar­átta skilaði ár­angri 2015 þegar gjöld­in voru felld niður. Árin 2016 og 2017 voru tek­in stór skref með því að af­nema tolla á flest­ar vör­ur utan land­búnaðar­vara.

Í heild hafa álög­ur rík­is­ins á vör­ur – al­menn vöru­gjöld og toll­ar – lækkað um rúm­lega 14 millj­arða króna miðað við heilt ár. Heim­il­in hafa fengið að njóta þessa í formi lægra vöru­verðs og auk­ins kaup­mátt­ar.

Alls hafa skatt­ar verið lækkaðir um 57 millj­arða króna frá ár­inu 2013 eða um meira en 4,7 millj­arða á mánuði. Þessu til viðbót­ar rann auðlegðarskatt­ur­inn sitt skeið, þrátt fyr­ir há­vær­ar kröf­ur vinstrimanna um að skatt­ur­inn skyldi fram­lengd­ur og það var­an­lega í einu form­inu eða öðru. Auðlegðarskatt­ur­inn nam 10,7 millj­örðum árið 2015. Ári seinna var hætt að inn­heimta orku­skatt á raf­magn upp á liðlega 2,2 millj­arða.

Að teknu til­liti til auðlegðarskatts og raf­magns­skatts­ins nema skatta­lækk­an­irn­ar nær 70 millj­örðum króna frá því að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tók sæti í rík­is­stjórn 2013.

En sumt hef­ur hækkað

En til að öllu sé haldið til haga þá hafa ýms­ir skatt­ar verið hækkaðir. Mest mun­ar um tölu­vert rót­tæk­ar breyt­ing­ar á virðis­auka­skatti. Neðra þrep virðis­auk­ans var hækkað, efra þrepið lækkað og skatt­stofn­inn breikkaður. Vegna þessa eru tekj­ur rík­is­sjóðs um 13,9 millj­örðum hærri á þessu ári en þær hefðu verið án breyt­inga, að öðru óbreyttu.

Kol­efn­is­gjald hef­ur einnig hækkað – nokkuð hressi­lega. Það hef­ur verið mark­mið allra rík­is­stjórna síðustu ár að stuðla að orku­skipt­um. Kol­efn­is­gjaldi er ætlað að styðja við að mark­mið í lofts­lags­mál­um ná­ist – draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda, hvetja til orku­sparnaðar og notk­un­ar á vist­vænni öku­tækj­um en um leið ýta und­ir aukna notk­un á inn­lend­um orku­gjöf­um.

Kol­efn­is­gjaldið er um­deilt og efa­semd­ir hafa komið fram um að það skili til­ætluðum ár­angri. Þá eru vís­bend­ing­ar um að gjaldið legg­ist mis­jafn­lega þungt á at­vinnu­grein­ar sem og launa­fólk. Ég hef áður vakið at­hygli á því að um­hverf­is­skatt­ar – græn­ir skatt­ar – geti verið skyn­sam­leg­ir en sú hætta sé alltaf fyr­ir hendi að þeir myndi skjól fyr­ir aukna skatt­heimtu hins op­in­bera. En fleira skipt­ir máli.

Græn­ir skatt­ar, líkt og kol­efn­is­gjald, geta haft nei­kvæð áhrif á sam­keppn­is­hæfni þjóðar­inn­ar. Ef um­hverf­is­skatt­ar á ís­lensk fyr­ir­tæki eru hærri en þeir sem sam­keppn­isaðilar í öðrum lönd­um þurfa að standa und­ir, er aug­ljóst að sam­keppn­is­staðan versn­ar. Því miður leiða of fáir hug­ann að þess­um þætti þegar tek­in er ákvörðun um skatta- og gjald­um­hverfi at­vinnu­lífs­ins.

Vís­bend­ing­ar eru einnig um að græn­ir skatt­ar legg­ist hlut­falls­lega þyngra á tekju­lága hópa en tekju­háa. Þannig kunna um­hverf­is­skatt­ar að leiða til auk­ins efna­hags­legs ójöfnuðar.

Byrðin 36 millj­örðum létt­ari

Banka­skatt­ur er þriðji skatt­stofn­inn sem skil­ar hærri tekj­um en fyr­ir 2013 vegna laga­breyt­inga. Skatt­ur­inn var fyrst lagður á 2011 en var hækkaður gríðarlega í stjórn­artíð Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, ekki síst til að standa und­ir fjár­mögn­un um­fangs­mik­ill­ar leiðrétt­ing­ar verðtryggðra hús­næðislána. Skatt­ur­inn var m.a. lagður á þrota­bú hinna föllnu banka. Alþingi samþykkti í byrj­un þessa mánaðar að lækka banka­skatt­inn veru­lega í áföng­um fram til árs­ins 2024. Lækk­un­in er hluti af stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar að stuðla að auk­inni skil­virkni í fjár­mála­kerf­inu með það að leiðarljósi að lækka kostnað neyt­enda.

Eins og sést á meðfylgj­andi töflu nema brúttó hækk­an­ir ým­issa skatta frá 2013 um 33,7 millj­örðum króna en 24 millj­örðum að und­an­skild­um banka­skatt­in­um.

En vegna um­fangs­mik­illa skatta­lækk­ana á öðrum sviðum er ljóst að nettó skatta­lækk­un á þessu ári borið sam­an við 2013, að öðru óbreyttu er rúm­lega 23 millj­arðar króna og tæp­ir 33 millj­arðar sé horft fram hjá banka­skatt­in­um.

Þegar haft er í huga að auðlegðarskatt­ur og orku­skatt­ur á raf­magn heyra sög­unni til þá er skatt­byrði heim­ila og fyr­ir­tækja yfir 36 millj­örðum króna létt­ari á þessu ári en hún hefði orðið án af­skipta Sjálf­stæðis­flokks­ins. Án banka­skatts eru álög­urn­ar nær 46 millj­örðum lægri.

En jafn­vel þótt okk­ur hafi í mörgu miðað í rétta átt stend­ur eft­ir sú staðreynd að Ísland er háskatta­land í alþjóðleg­um sam­an­b­urði. Skatt­byrði, sam­keppn­is­hæfni og lífs­kjör eru sam­tvinnuð og verða ekki aðskil­in. Því miður geng­ur illa að fá þá stjórn­mála­menn, sem líta á ein­stak­linga og fyr­ir­tæki sem tekju-hlaðborð hins op­in­bera, til að skilja ein­föld sann­indi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 18. desember 2019.