Við líðum ekki ofbeldi
'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra:

Greint var frá því í frétt­um um sl. helgi að ann­an hvern dag komi kona með áverka eft­ir heim­il­isof­beldi á Land­spít­al­ann. Þess­ar upp­lýs­ing­ar koma fram í nýrri skýrslu sem nær yfir 10 ára tíma­bil. Beinn kostnaður spít­al­ans er sagður um 100 millj­ón­ir króna. Raun­veru­leg­ur kostnaður er mun meiri. Fyr­ir þolend­ur er um óbæt­an­legt tjón að ræða.

Heim­ilið á að vera friðar- og griðastaður en ekki vett­vang­ur of­beld­is og annarra óhæfu­verka, hvorki gegn kon­um, stúlk­um né öðrum heim­il­is­mönn­um. Kyn­bundið of­beldi er mesta ógn gegn frelsi og sjálfs­ákvörðun­ar­rétti kvenna sem fyr­ir­finnst í ís­lensku sam­fé­lagi. Jafn­rétti kynj­anna verður aldrei að veru­leika á meðan það fær þrif­ist.

Árlega leita hundruð kvenna til Kvenna­at­hvarfs­ins og Stíga­móta í leit að skjóli und­an lík­am­legu og and­legu of­beldi á heim­il­um sín­um. Of­beldi á heim­il­um er skeinu­hætt­ast kven­frels­inu. Þögn og af­skipta­leysi er í banda­lagi með of­beld­is­mann­in­um.

Gerend­urn­ir eru í flest­um til­vik­um eig­in­menn, fyrr­ver­andi eig­in­menn, sam­býl­is­menn, kær­ast­ar, feður, bræður, frænd­ur eða vin­ir. Inn­an við 20% of­beld­is­manna eru ókunn­ug­ir þeim kon­um sem þeir beita of­beldi skv. upp­lýs­ing­um frá Stíga­mót­um.

Nú stend­ur yfir ár­legt 16 daga alþjóðlegt átak gegn kyn­bundnu of­beldi. Það hófst 25. nóv­em­ber sl. á alþjóðleg­um degi gegn of­beldi sem bein­ist að kon­um og því lýk­ur 10. des­em­ber nk. sem er hinn alþjóðlegi mann­rétt­inda­dag­ur. Átak­inu er ætlað að opna augu sem flestra fyr­ir þessu vanda­máli. Árang­ur næst ekki nema með al­mennri vit­und­ar­vakn­ingu meðal þjóðar­inn­ar og þá ekki síst meðal karl­manna. Við verðum öll að stíga fram og hafna hvers kyns áreitni og of­beldi.

Margt hef­ur áunn­ist í þess­ari bar­áttu. Sem dæmi má nefna þá mik­il­vægu breyt­ingu sem gerð var á al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um árið 2016 að setja sér­stakt ákvæði um of­beldi í nán­um sam­bönd­um. Fyrst og fremst var það sett í þeim til­gangi að draga at­hygl­ina að al­vöru heim­il­isof­beld­is. Ákvæðið er rök­rétt fram­hald af viðhorfs­breyt­ingu sem hef­ur átt sér stað í sam­fé­lag­inu og lýs­ir sér m.a. í því breytta verklagi sem lög­regl­an hef­ur tekið upp þegar hún er kölluð út vegna brota af þessu tagi.

Ísland full­gilti einnig svo­nefnd­an Ist­an­búl­samn­ing fyrr á þessu ári en samn­ing­ur­inn lýt­ur að for­vörn­um og bar­áttu gegn of­beldi gegn kon­um og heim­il­isof­beldi. Full­gild­ing­in fel­ur í sér að Ísland hef­ur skuld­bundið sig til að fara að ákvæðum samn­ings­ins og tryggja vernd kvenna gegn of­beldi og heim­il­isof­beldi í sam­ræmi við ákvæði hans.

Skila­boðin eru skýr. Á Íslandi líðum við ekki heim­il­isof­beldi og áfram verður unnið að aukn­um úr­bót­um. Hafi ein­hvern tím­ann verið talið að of­beldi fengi að þríf­ast inni á heim­il­um og að yf­ir­völd létu það óátalið er ljóst núna að svo er ekki.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 2. desember 2019.