Ísland er nú á toppi lista franska fjárfestingabankans Natixis yfir ríki þar sem horft er til lífsgæða á eftirlaunaárum. Ísland var í 23. sæti þessa sama lista árið 2013 þegar Sjálfstæðisflokkurinn kom að nýju inn í ríkisstjórn og var í fyrra komið í 2. sæti - en fór á milli ára upp fyrir Sviss sem vermir 2. sæti listans í ár.
Alls nær úttekt fjárfestingabankans til 150 ríkja - en önnur ríki í efstu 10 sætunum eru; Noregur, Írland, Nýja-Sjáland, Svíþjóð, Danmörk, Kanada, Austurríki og Lúxemborg.
Í úttektinni eru fjölmargir þættir skoðaðir. Í töflunni hér að ofan má sjá vísitölur Íslands fyrir fimm þætti; heilsufar, fjárhag eftirlaunaþega, lífsgæði eftirlaunaþega, efnislega vellíðan og alþjóðlega eftirlaunavísitölu. Í þeirri síðastnefndu sem er samantekin úr öllum þeim vísitölum sem mældar eru er Ísland með 83% skor og sem fyrr segir í 1. sæti listans.
Skýrsluna í heild sinni má finna hér.