Umhverfið er okkar ábyrgð
'}}

Landssamband Sjálfstæðiskvenna fer fyrir haustfundarröð og í ár fjöllum við um umhverfismál. Við ætlum að velta upp hvaða skref er mikilvægt að taka til að gæta að framtíð Íslands. Það er mikilvægt að missa ekki sjónar af því að hagvöxtur er forsenda velferðar og kaupmáttar á Íslandi um leið og við hugum að umhverfi okkar. Við höfum fengið frábæra framsögumenn til liðs við okkur sem ætla að nálgast viðfangsefnið frá ólíkum sjónarhornum. Við höldum okkur við 90 mínútna fundarform LS, þar sem fyrst stíga framsögumenn á pall og svo verður opnað fyrir spurningar.

Taktu frá dagana 2. okt., 9. okt., 24. okt., 30. okt. og 5. nóvember, allir fundir hefjast kl. 20 og fara fram í Valhöll. Sjá nánari dagskrá hér. Fundirnir verða einnig sendir beint út á Facebook síðu Landssambandsins sjá hér.

Fundirnir eru öllum opnir og við hvetjum alla, bæði konur og karla til að mæta. Það er aldrei mikilvægara en nú að Sjálfstæðisflokkurinn sé leiðandi í umræðu og aðgerðum í umhverfismálum.