Öngstræti 19
'}}

Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur:

Það stytt­ist í að skól­arn­ir fari aft­ur af stað. Um­ferðin mun þá þyngj­ast enn meira en nú er. Stífla til vest­urs á morgn­anna. Þung um­ferð til aust­urs seinnipart dags. Það er sér­stakt rann­sókn­ar­efni hvernig um­ferðin í Reykja­vík er á köfl­um eins og í stór­borg. Hér búa aðeins 130 þúsund manns en samt tekst borg­ar­yf­ir­völd­um að koma upp um­ferðart­öf­um sem jafn­ast á við millj­óna­borg­ir. Í sum­ar var ég í Kaup­manna­höfn, þar sem mun fleiri búa. Þar geng­ur um­ferðin vel fyr­ir all­ar teg­und­ir far­ar­máta. Það mætti læra af því. Í öll­um helstu borg­um er ljós­um stýrt með nú­tíma­tækni. Lagt er upp með að stöðva um­ferð ekki að óþörfu, enda eng­inn spennt­ur fyr­ir því að eyða óþarfa tíma í um­ferðar­sultu eða biðröð að óþörfu. Í Reykja­vík hef­ur göt­um verið lokað vegna fram­kvæmda árum sam­an. Hér má nefna Hverf­is­göt­una, sem enn og aft­ur er lokuð vegna fram­kvæmda borg­ar­inn­ar sjálfr­ar. Í stað þess að sam­ræma fram­kvæmd­ir og stytta lok­un­ar­tím­ann veru­lega er lokað í áföng­um. Von­ar­stræti og Lækj­ar­götu hef­ur verið lokað að hluta til að auðvelda verk­tök­um. Gömlu Hring­braut hef­ur verið al­farið lokað á alla um­ferð næstu árin. Þetta verklag þætti und­ar­legt í borg­um eins og Kaup­manna­höfn eða London. Af hverju eru þessi mál kom­in í öngstræti á tækniöld árið 2019? Get­ur verið að það sé vilj­andi gert? Get­ur verið að borg­ar­yf­ir­völd séu að auka á vand­ann að ósekju með vilja?

Lausn­irn­ar liggja fyr­ir

Um­ferð er ekki sér-reyk­vískt vanda­mál. En hér hef­ur það verið magnað upp. Ein af ástæðunum er þau skipu­lags­mis­tök sem við horf­um upp á. Enn er verið að byggja upp stofn­an­ir og höfuðstöðvar í miðborg Reykja­vík­ur. Slíkt eyk­ur á skipu­lags­halla borg­ar­inn­ar og enn fleiri þurfa að ferðast í vest­ur á morgn­ana og í aust­ur síðdeg­is. Í stað þess að nýta Keld­ur og Keldna­landið er áfram farið í að þétta á skökk­um stöðum. Í stað þess að efla aust­ur­borg­ina með upp­bygg­ingu at­vinnu­tæki­færa í Breiðholti, Árbæ og Grafar­vogi er öllu smalað á þrengsta blett­inn. Snjall­væðing er tals­vert vin­sæl í orði en ekki er að sjá hana á borði í um­ferðar­stýr­ingu. Ljós­a­stýr­ing er kapí­tuli út af fyr­ir sig, en all­ir þeir sem hafa ekið Geirs­göt­una finna á eig­in skinni hve illa þeim mál­um hef­ur verið stýrt. Sú ákvörðun að setja hana ekki í stokk þegar á upp­bygg­ingu stóð, eins og ákveðið hafði verið að gera, reyn­ist dýr mis­tök. Er ekki kom­inn tími til að nú­tíma­væða um­ferðina í Reykja­vík og hugsa í lausn­um sem virka? Sú árátta að telja okk­ur geta skatt­lagt okk­ur út úr um­ferðar­vand­an­um er röng. Hún er ein­fald­lega enn ein gjald­töku­leið vinstrimanna sem hafa hækkað álög­ur á flesta í Reykja­vík. Hækk­andi gjöld og skatt­ar hafa ýtt fyr­ir­tækj­um og heim­il­um út úr borg­inni. Hug­mynd­ir um tvö­falda gjald­töku á höfuðborg­ar­svæðið eru ekki lausn, hvað þá rétt­læti. Þeir sem flytj­ast á Sel­foss og í Reykja­nes­bæ og sækja vinnu eða þjón­ustu til Reykja­vík­ur auka enn á um­ferðarþung­ann. Allt ber þetta að sama meiði; aðgerðir borg­ar­stjórn­ar þyngja um­ferð og hækka kostnað. Það er rétt að hafa þetta í huga þegar ferðast er inn­an borg­ar­inn­ar á næst­unni.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 13. ágúst 2019.