Aðför að Grafarvogi – Skólamál í norðanverðum Grafarvogi
'}}

Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi:

Nú hef­ur verið fallið frá því að ráðast í breyt­ing­ar í haust á skól­um í norðan­verðum Grafar­vogi sem meiri­hlut­inn í borg­ar­stjórn var að reyna að keyra í gegn. Íbúar eru gríðarlega ósátt­ir við þess­ar hug­mynd­ir um breyt­ing­ar. Þeir risu upp á móti meiri­hlut­an­um í borg­ar­stjórn og höfðu sig­ur í þess­ari orr­ustu. Það er merki­legt þegar íbú­ar þurfa orðið að verj­ast gegn vald­haf­an­um til þess að halda í þá lög­bundnu grunnþjón­ustu sem sveit­ar­fé­lag­inu ber skylda til þess að reka. Það er sorg­legt að horfa upp á það hvernig meiri­hlut­inn hef­ur miss teng­ingu við íbú­ana, þau hlusta ekki held­ur reyna allt sem þau geta til þess að troða sín­um hug­mynd­um áfram. Hug­mynd­um sem íbú­arn­ir kæra sig ekk­ert um og eiga að fá að hafa mikið um þær að segja. Við skul­um vona að þess­ar hug­mynd­ir eigi ekki eft­ir að skjóta upp koll­in­um aft­ur. Enda al­ger­leg frá­leitt að loka og sam­eina skóla í hverfi sem er í mik­illi end­ur­nýj­un og til stend­ur að byggja á svæðinu.

Þegar hef­ur þetta þó leitt til þess að ungt barna­fólk sem hef­ur komið sér fyr­ir í norðan­verðum Grafar­vogi hef­ur ákveðið að flytja burtu. Það var að kaupa í hverfi þar sem öll þjón­usta var fyr­ir börn­in þeirra. Fólk hef­ur misst traust og trú á meiri­hlut­an­um og þeim vinnu­brögðum sem eru viðhöfð. Íbúar hafa verið að missa af söl­um á hús­næði þar sem ungt fólk hef­ur dregið til baka til­boð í eign­ir sem hafa verið til sölu. Þar er mögu­leiki að Reykja­vík­ur­borg sé að skapa sér skaðabóta­skyldu, enda má ekki sam­kvæmt áliti umboðsmanns Alþing­is gera breyt­ing­ar sem eru í and­stöðu við aðal­skipu­lag.

Ungt fólk vill búa þar sem þjón­usta er góð. Það er því óskilj­an­legt að ætla að draga úr þeirri þjón­ustu sem er í Grafar­vog­in­um. Það er aðför að okk­ur íbú­un­um. Það skýt­ur einnig skökku við að nú er verið að milda áhrif sam­ein­ing­ar Álfta­mýr­ar­skóla og Hvassa­leit­is­skóla sem voru sam­einaðir fyr­ir sjö árum. Þar varð gríðarlegt rót á skóla­starf­inu. Nú sjö árum síðar er verið að ráða inn auka skóla­stjóra. Það verða því tveir skóla­stjór­ar yfir þess­um tveim skól­um. Aft­ur og aft­ur er verið að gera til­raun­ir með börn­in okk­ar, það er ekki verið að gera til­raun­ir í þá átt að auka gæði kennsl­unn­ar. Þó svo þetta sé auðvitað allt gert í nafni þess að auka gæði kennslu. Hér er verið að spara, spara í þeirri grunnþjón­ustu sem Reykja­vík­ur­borg á að veita. Hef­ur Reykja­vík­ur borg ekki burði til þess að reka þessa grunnþjón­ustu. Mistókst Reykja­vík­ur­borg verk­efnið. Höf­um við sé líðan barna á grunn­skóla­aldri batna, sjá­um við betri ár­ang­ur í lestri, hef­ur viðhaldi skóla­hús­næðis verið sinnt? Þetta eru spurn­ing­ar sem þeir sem eru við völd og hafa verið lengi verða að spyrja sig.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 11. júní 2019.