Heimsóttu Flateyri og Suðureyri
'}}

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hélt opinn fund í Gunnukaffi sem deilir húsnæði með Lýðháskólanum á Flateyri laugardaginn 30. mars. Fékk fundurinn kynningu á starfsemi Lýðháskólans og að því loknu funduðu þingmenn með heimamönnum

Frábær mæting var á fundinum, góð stemning og uppbyggjandi samtal milli þingmanna og heimamanna um þau mál sem skipta íbúa svæðisins máli.

Eftir heimsóknina á Flateyri fór þingflokkurinn yfir á Suðureyri við Súgandafjörð og heimsótti Fisherman sem framleiðir sjávarafurðir.

Að lokinni árshátíðinni mætti þingflokkurinn á árshátíð sjálfstæðismanna á norðanverðum Vestfjörðum sem haldin var á Suðureyri. Þar var boðið upp á eðal lambakótilettur og frábæra dagskrá að hætti heimamanna.

Flateyri var 46. viðkomustaður þingflokksins og Suðureyri 47. viðkomustaðurinn. Alls mun þingflokkurinn sækja heim rúmlega 50 staði á landinu, ýmist á opnum fundum eða með vinnustaðaheimsóknum.

Nánari dagskrá ferðarinnar má finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hér þar sem einnig verða birtar fréttir úr hringferðinni sem og á samfélagsmiðlum.