Fullt var út úr dyrum á fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins með Hornfirðingum á Hótel Höfn í dag. Fjölmörg mál brunnu á fundarmönnum. Hjúkrunarmál, þjónustusamningur við ríkið um rekstur heilsugæslu, hitaveita, ljósleiðari, raforkuöryggi, lögreglunám, sjávarútvegsmál, samgöngur, umhverfismál, regluverk í kringum heimagistingu o.fl. voru þau mál sem helst brunnu á fólki.
Eftir fundinn á Höfn var ekið á Kirkjubæjarlaustur og fundað með heimamönnum nú í kvöld þar sem vel var mætt og frábær stemning. Þar ræddu menn um mörg mál, ferðaþjónustan, ljósleiðara, þrífösun rafmagns, landbúnaðarmál, heilbrigðismál, fjarlækningar, sjúkraflutningar, hálendisvegur o.fl. voru helstu mál sem rædd voru á fundinum.
Á morgun mun þingflokkurinn funda í Ströndinni í Víkurskála kl. 08:15.
Þingflokkurinn mun í hringferð sinni heimsækja alls um 50 staði á landinu, ýmist með opna fundi eða vinnustaðaheimsóknir.
Dagskrá ferðarinnar má finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hér þar sem einnig verða birtar fréttir úr hringferðinni sem og á samfélagsmiðlum.