Nýr samningur við Landsbjörgu
'}}

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra undirritaði á dögunum samning milli dómsmálaráðuneytisins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar um skipulags-, samhæfingar- og þjálfunarstarf Landsbjargar. Fyrri samningur rann út árið 2016 en greitt var eftir honum árin 2016 og 2017. Nýji samningurinn gildir frá 2018-2020 og nemur árlegt framlag 147 milljónum króna.

Í frétt á vef ráðuneytisins segir: „Markmið samningsins er að efla getu Slysavarnafélagsins Landsbjargar til að sinna skipulagningu, samhæfingu og þjálfun á svið leitar og björgunar, auk reksturs björgunarskipa. Samningurinn tekur ekki til þess starfs sem unnið er við leit og björgun, enda er þar um starf sjálfboðaliða að ræða.“

Á grindvelli samningsins veitir Landsbjörg þjónustu sem snýr að almannavörnum á hættu- og neyðartímum, skipulagning og samhæfing varðandi leit og björgun, fræðslu björgunarsveita og rekstur björgunarskipa. Að auki sinnir Landsbjörg slysavörnum og unglingastarfi samkvæmt ákvæðum samningsins.