Heilbrigði er okkar mál
'}}

Landssamband sjálfstæðiskvenna stendur fyrir fundarröð um heilbrigðismál á næstu vikum. Fjöldi fyrirlesara mun ræða um stöðu og aðgengi, úrræði og lausnir ýmsum málaflokkum.

Fundirnir verða fjórir talsins og þar verður m.a. reynt að svara þeim spurningum hvernig við viljum að heilbrigðiskerfi okkar sé og hvernig það eigi að virka. Hvernig við gerum það mest aðgengilegt fyrir sjúklinga og með það að leiðarljósi að kerfið veiti sem bestu þjónustu.

Þriðjudaginn 9. október munu þau Óli Björn Kárason, alþingismaður og Arna Guðmundsdóttir, lyflæknir og sérfræðingur í efnaskiptasjúkdómum fjalla um heilbrigðiskerfið og sérfræðiþjónustu.

Mánudaginn 15. október munu Gísli Páll Pálsson, forstjóri hjúkrunarheimilisins Markar og Anna Helgadóttir Frost, hagfræðingur fjalla um öldrunarmál.

Þriðjudaginn 23. október munu Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og Nanna Briem, geðlæknir fjalla um geðheilbrigðismál.

Þriðjudaginn 6. nóvember munu Tryggvi Þorgeirsson, læknir og lýðheilsufræðingur og Kristín Heimisdóttir, tannlæknir, lektor við Háskóla Íslands og stjórnarformaður Lýðheilsusjóðs fjalla um lýðheilsu og forvarnir.

Fundirnir verða í Valhöll og eru öllum opnir. Sjá nánar hér.

Í tilefni af fundarherferðinni skrifaði Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, grein í Morgunblaðið um helgina undir sömu yfirskrift og herferðin:

Heilbrigði er okkar mál

Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna:

Ísland hef­ur val um að vera í fremstu röð þjóða um heil­brigði eða eft­ir­bát­ur annarra vest­rænna ríkja sem mun or­saka lak­ari heilsu þjóðar­inn­ar. Hér á landi búum við að sterk­um grunni í mennt­un heil­brigðis­stétta og aðstöðu en okk­ur skort­ir framtíðar­sýn um rekst­ur og ár­ang­ur í heil­brigðismál­um.

Á skömm­um tíma hef­ur verið leyst far­sæl­lega úr erfiðri efna­hags­stöðu Íslands, hag­ur okk­ar hef­ur vænkast og þá verður sam­stund­is ákall um auk­in fjár­fram­lög. Það þarf hins veg­ar að svara spurn­ing­unni hvort fram­far­ir heil­brigðis­kerf­is­ins fel­ist ein­göngu í aukn­um fram­lög­um eða hvort rétt sé að hugsa um nýj­ar aðferðir með hagræðingu og betri þjón­ustu að leiðarljósi. Er nauðsyn­legt að rík­is­valdið sé rekstr­araðili þjón­ust­unn­ar á sama tíma og það er einnig greiðandi henn­ar? Rík­is­spít­ali mun ávallt verða til staðar og veita ákveðna þjón­ustu. Hann er hins veg­ar ekki alltaf best til þess fall­inn að leysa öll verk­efni eins og dæm­in sanna.

Sam­keppni um­fram aðgerðarleysi

Stund­um er mannauður rík­is­spít­ala ein­fald­lega of dýr, eins og t.d. þegar sjúk­ling­um er sinnt á bráðadeild sem frek­ar eiga að sækja þjón­ustu á heilsu­gæslu. En op­in­ber heilsu­gæsla hef­ur brugðist, biðtími er allt of lang­ur og því leita sjúk­ling­ar til dýr­ustu starfs­manna heil­brigðis­kerf­is­ins. Það er ljóst að ef ekki verður gert sköru­legt átak til að laga aðgengi að ákveðinni grunnþjón­ustu eins og t.d. öldrun­arþjón­ustu, geðheil­brigðisþjón­ustu og að sér­fræðilækn­um mun sinnu­leysið kosta ís­lenskt þjóðfé­lag mikið og þá ekki bara í krón­um talið. Það er þung­ur baggi fyr­ir sam­fé­lagið að bera ef marg­ir hverfa af vinnu­markaði og geta ekki tekið þátt í dag­legu lífi. Spurn­ing­in er hvort fela beri ein­göngu rík­inu að leysa þann vanda eða auka sam­keppni og frelsi á markað til að auka aðgengi allra og þar með hag þeirra?

Vill­an um frelsið

Þá kem­ur að umræðunni sem vinstra fólk vill aldrei heyra nefnda, sam­keppni í heil­brigðismál­um. Sú staðreynd að blandaður rekst­ur sé oft á tíðum heppi­legri, hag­kvæm­ari og betri en rík­is­rekst­ur get­ur ekki staðist í þeirra huga. Fyr­ir þeim heft­ir frjáls markaður aðgang eða lok­ar jafn­vel aðgengi að þjón­ustu. Á meðan þær full­yrðing­ar dynja yfir okk­ur horf­um við upp á biðlista, dýr­ari lausn­ir eins og að senda fólk í aðgerðir er­lend­is eða eins og áður seg­ir að bráðadeild sinni verk­efn­um heilsu­gæsl­unn­ar. Kerfið, eins og það er í dag, er ein­mitt að úti­loka aðgengi að grunnþjón­ustu.

Sjúk­ling­ar sem hafa sótt þjón­ustu einka­rek­innna heil­brigðis­stofn­ana um ára­bil hafa yfir fáu að kvarta, þá allra síst greiðsluþátt­töku eða þjón­ustu. Ef eitt­hvað er þá vilja þeir meira af slík­um rekstri, t.d. fleiri úrræði á borð við SÁÁ, Domus Medica, Orku­húsið og einka­rekn­ar heilsu­gæslu­stöðvar. Væri ríkið að skrúfa frá kran­an­um ef það býður þjón­ustu út til einkaaðila? Hvort er betra að gera eina aðgerð er­lend­is eða þrjár á einka­rek­inni stofu hér­lend­is fyr­ir sömu upp­hæð? Þá er ótalið óhagræðið fyr­ir sjúk­ling­inn sem þarf að ferðast til út­landa. Kerfið er í dag tvö­falt, ann­ars veg­ar greiðsluþátt­taka rík­is með til­heyr­andi biðlista og hins veg­ar mögu­leik­inn að greiða úr eig­in vasa og fá þjón­ustu strax. Augn­steinaaðgerðir eru dæmi um slíkt og í því felst ójöfnuður, í boði vinstri fólks.

Heil­brigðismál­in á odd­inn

Það hlýt­ur að vera mark­mið og hlut­verk heil­brigðis­kerf­is að vinna á hag­kvæm­an hátt með því að sinna og út­skrifa sjúk­linga frek­ar en að raða þeim á biðlista. Ríkið hef­ur tæk­in til að stýra aðgengi ein­fald­lega með greiðsluþátt­töku sinni og að gera þá kröfu að lækn­ar út­skrifi fólk úr kerf­inu. Eru það ekki meðmæli með heil­brigðisþjón­ustu ef fólk fær meina sinna bót í stað þess að fest­ast og jafn­vel týn­ast í kerf­inu?

Við höf­um séð það glöggt í há­skóla­sam­fé­lag­inu að sam­keppni er af hinu góða. Það kall­ar á aukn­ar kröf­ur um gæði kennslu, aðstöðu og sam­keppni um nem­end­ur sem þjón­ust­una sækja. Það sem mestu skipt­ir er að all­ir hafa aðgang og frelsi til að velja. Það gilda eng­in önn­ur lög­mál í heil­brigðis­kerf­inu. Ísland á að vera í for­ystu um fram­far­ir í heil­brigðisþjón­ustu. Við höf­um allt til brunns að bera annað en að standa ein­göngu vörð um op­in­ber­an rekst­ur. Við eig­um að vera kerfið sem aðrir líta til og vilja læra af.

Lands­sam­band sjálf­stæðis­k­venna stend­ur fyr­ir fundaröð um heil­brigðismál í októ­ber þar sem rætt verður um nú­ver­andi stöðu og horft til þess hvernig má efla heil­brigði öll­um til heilla. Við hvetj­um alla áhuga­sama til að mæta á fund­arröð sam­bands­ins. Heil­brigði er okk­ar mál og fyr­ir því á Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn að tala.

Greinin var fyrst birt í Morgunblaðinu 6. október 2018