Martröð í sæluríki sósíalista
'}}

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

Venesúela átti að verða draumaríkið – landið þar sem enn einu sinni átti að gera til­raun með sósíalisma. Marg­ir vinstri­menn á Vest­ur­lönd­um fylgd­ust spennt­ir með enda ekki öll von úti með að loks­ins tæk­ist að hrinda marxí­skri hug­mynda­fræði í fram­kvæmd með „rétt­um“ hætti. Hugo Chavez varð eft­ir­læti marga mennta­manna í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um. Á Íslandi töldu sum­ir að byltingarstjórn­ar­skrá­in hans væri upp­skrift að nýrri stjórn­ar­skrá fyr­ir Íslend­inga.

En draumaríki sósí­al­isma hef­ur snú­ist upp í and­hverfu sína. Á hverj­um degi lif­ir al­menn­ing­ur efnahags­lega og póli­tíska mar­tröð. Sælu­ríkið varð aldrei. Fyr­ir­heit marx­ista voru minna virði en loforð kölska um himna­ríki í log­um hel­vít­is.

Venesúela er í rúst – efna­hags­lega og póli­tískt. Sam­fé­lags­leg­ir innviðir hafa verið brotn­ir niður. Mann­rétt­indi eru fót­um troðin og hundruð þúsunda hafa flúið land. Nicolás Maduro, læri­sveinn og eft­ir­maður Chavez á for­seta­stóli, held­ur hins veg­ar ótrauður áfram við að breyta auðug­asta landi Suður-Am­er­íku í það fá­tæk­asta.

Pynt­ing­ar, morð og póli­tísk­ir fang­ar

Íbúar Venesúela eru ekki kján­ar. Þeir hafa áttað sig á að sælu­ríkið sem lofað var kem­ur aldrei. Þegar gagn­rýn­end­ur stjórn­valda benda á staðreynd­ir er þaggað niður í þeim – dag­blöðum og ljósvakamiðlum er lokað. Mót­mæl­end­ur eru hand­tekn­ir og jafn­vel tekn­ir af lífi.

Hum­an Rights Watch tel­ur að yfir 340 póli­tísk­ir fang­ar séu í fang­els­um lands­ins. Frá apríl til nóvember á síðasta ári voru a.m.k. 5.400 hand­tekn­ir vegna mót­mæla. Mann­rétt­indaráð Sam­einuðu þjóðanna held­ur því fram í nýrri skýrslu að sann­an­ir séu fyr­ir því að víga­sveit­ir stjórn­valda hafi myrt hundruð óbreyttra borg­ara á und­an­förn­um árum. Am­nesty In­ternati­onal hef­ur greint frá pynt­ing­um og skipu­leg­um of­sókn­um gegn stjórn­ar­and­stæðing­um og bar­áttu­fólki mann­rétt­inda.

Dóms­kerfið hef­ur verið eyðilagt. Hæstirétt­ur er skipaður strengja­brúðum stjórn­valda, sem opinberlega hafa hafnað hug­mynd­um um þrískipt­ingu rík­is­valds­ins og sjálf­stæði dóm­stóla. Dóm­ar­ar hafa strengt þess heit að tryggja fram­gang póli­tískr­ar stefnu stjórn­valda. Eft­ir að stjórnarandstæðingar náðu meiri­hluta á þjóðþing­inu í janú­ar 2016 hef­ur hæstirétt­ur dæmt nær all­ar laga­setn­ing­ar ólögmæt­ar og gert lög­gjaf­ar­vald þings­ins óvirkt.

Til­rauna­land sósí­al­ista

Venesúela er enn eitt til­rauna­land sósí­al­ism­ans þar sem lög­mál efna­hags­lífs­ins eru tek­in úr sam­bandi og miðstýr­ing inn­leidd. Fyr­ir­tæki þjóðnýtt og bylt­ing­ar­stjórn­ar­skrá inn­leidd. Í grein sem birt­ist í Þjóðmál­um vorið 2016 seg­ir Sig­urður Már Jóns­son að Hugo Chavez (sem lést árið 2013) hafi verið sér­stak­lega stolt­ur af stjórn­ar­skrár­breyt­ing­un­um sem gerðar voru árið 1999. Hann bar iðulega á sér litla vasa­bók með stjórn­ar­skránni og vitnaði til henn­ar öll­um stund­um:

„Við gerð henn­ar [stjórn­ar­skrár­inn­ar] naut Chavez aðstoðar klass­ískra marx­ista eins og ít­alska kommún­ist­ans Ant­onio Negri (f. 1933) sem boðar að kenn­ing­ar um bylt­ingu og mann­leg­ar fram­far­ir þurfi ekki að vera draumór­ar ein­ir. Þess má geta að Ant­onio Negri kom til Íslands sum­arið 2009 og hélt fyr­ir­lest­ur í Há­skóla Íslands. Þar kenndi hann meðal ann­ars að sér­eign­ar­fyr­ir­komu­lag kapítalismans falli mun verr að hug­verk­um nú­tím­ans en efn­is­verk­um og það ættu komm­ún­ist­ar að geta nýtt sér til að fella auðvaldið.“

Skrif Sig­urðar Más eru merki­leg þegar aðför­in að ís­lensku stjórn­ar­skránni er höfð í huga. Síðar í Þjóðmála­grein­inni seg­ir hann:

„Marx­ist­ar um all­an heim hafa sótt visku til þeirra og hafa reynt að þróa ein­hvers­kon­ar vísi að því sem mætti hugs­an­lega kalla póst­mód­ern­ísk­ur marx­ismi. Ekki skipt­ir síður máli til­raun Negri til að þróa stjórn­ar­skrár­vald (e. constitu­ent power) sem meðal ann­ars fól í sér að stjórn­lagaþing (constituent eða constituti­onal assembly) setti slíka skrá. Þegar Chavez setti upp slíkt stjórn­lagaþing til að setja nýja stjórn­ar­skrá þá voru 125 full­trú­ar af 131 úr hans eig­in flokki. Stjórn­ar­andstaðan átti aðeins 6 full­trúa.“

Heil­brigðis­kerfið hrunið

Líkt og efna­hag­ur­inn hef­ur heil­brigðis- og vel­ferðar­kerfið hrunið. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Hum­an Rights Watch fjölgaði malaríu­til­fell­um um 76% milli 2015 og 2016. Ástandið hef­ur haldið áfram að versna og glímt er við barna­veiki og aðra hættu­lega sjúk­dóma. Ung­barnadauði hef­ur auk­ist um 30% og dauðsföll­um sæng­ur­kvenna hef­ur fjölgað um 65%. Al­var­leg vannær­ing barna und­ir fimm ára aldri jókst úr 10,2% í 14,5% milli fe­brú­ar og sept­em­ber á síðasta ári. Allt að 2,6 millj­ón­ir barna hafa ekki verið bólu­sett. The Econom­ist grein­ir frá því að misl­ing­ar hafi skotið aft­ur upp koll­in­um og borist hafi til­kynn­ing­ar um mænu­sótt.

Am­nesty In­ternati­onal hef­ur greint frá því að skort­ur á nauðsyn­leg­um lyfj­um sé 80-90%. Helm­ing­ur sjúkra­húsa er óstarf­hæf­ur og heil­brigðis­starfs­mönn­um hef­ur fækkað um 50%. Þrátt fyr­ir þetta þverneita stjórn­völd að glímt sé við skort á lyfj­um og mat. Og þar sem neyðin er eng­in er allri er­lendri neyðaraðstoð hafnað.

Mik­ill skort­ur er á helstu nauðsynj­um í Venesúela. Gjald­miðill rík­is­ins er verðlaus, þrátt fyr­ir að ríkið sitji á ein­hverj­um mestu ol­íu­auðlind­um heims­ins. Alþjóða gjald­eyr­is­sjóður­inn tel­ur að verðbólga verði um 14.000% á þessu ári og verg lands­fram­leiðsla drag­ist sam­an um 15%. Á síðustu árum hef­ur efna­hags­lífið verið í stöðugum sam­drætti.

Sam­kvæmt eymd­ar­vísi­töl­unni (verðbólga + at­vinnu­leysi) er staða al­menn­ings hvergi verri í heim­in­um en í Venesúela – raun­ar miklu verri en í nokkru öðru landi. Vísi­tal­an, sem banda­ríski hag­fræðing­ur­inn Arth­ur Okun setti sam­an, gef­ur vís­bend­ingu um ástand þjóða ekki síst þegar tek­ist er á við mikla efna­hags­lega erfiðleika.

Alþjóðleg­ar hjálp­ar­stofn­an­ir telja að yfir 1,5 millj­ón­ir manns hafi flúið Venesúela til Kól­umb­íu og annarra ná­granna­ríkja á síðustu fjór­um árum. Sér­fræðing­ar halda því fram að 30-40 þúsund manns taki til fót­anna á hverj­um degi og leggi á flótta. Marg­ar ófrísk­ar kon­ur standa frammi fyr­ir þeim eina kosti að yf­ir­gefa heimalandið og leita lækn­isaðstoðar í Kól­umb­íu.

Frá auðlegð til eymd­ar

Þannig er komið fyr­ir þjóð sem eitt sinn bar höfuð hátt meðal þjóða. Í könn­um sem Chicago-há­skóli gerði árið 2006 var þjóðarstolt hvergi meira í heim­in­um en í Venesúela. En stoltið hverf­ur þegar óttinn hef­ur tekið yf­ir­hönd­ina, bar­ist er við hung­ur og eymd.

Þegar sósí­al­ist­um mistekst – og þeim hef­ur alltaf mistek­ist – herða þeir tök­in en slaka ekki á klónni. Það kem­ur ekki til greina að virkja einkafram­takið og virða eign­ar­rétt­inn, til að ná efna­hags­legri heilsu og bæta þannig lífs­kjör al­menn­ings. Hark­an verður aðeins meiri. Miðstýr­ing­in er auk­in og loks er talið nauðsyn­legt að grípa til of­beld­is – pynt­inga, morða og hót­ana. Í kjöl­farið fylg­ir skort­ur, hungur og eymd – í gömlu Sov­ét­ríkj­un­um, Norður-Kór­eu, Kína og nú síðast í Venesúela. List­inn yfir lönd­in er því miður lang­ur.

Sam­kvæmt Svart­bók komm­ún­ism­ans (sem fyrst kom út á frönsku árið 1997 og á ís­lensku árið 2009) féllu hátt í eitt hundrað millj­ón manna á tutt­ug­ustu öld af völd­um komm­ún­ism­ans. Stór hluti fórnarlambanna féll í hung­urs­neyðum sem voru af­leiðing harðstjórn­ar, miðstýr­ing­ar og af­náms eignar­rétt­ar­ins.

Eng­inn veit hversu mörg fórn­ar­lömb sósí­al­ism­ans í Venesúela verða. Auðug­asta landi Suður-Am­er­íku hef­ur verið umbreytt í nafni sósí­al­ism­ans í ríki eymd­ar­inn­ar. Enn einu sinni hef­ur komið í ljós að auðlegð sem nátt­úr­an hef­ur gefið er eng­in trygg­ing gegn of­ríki, of­beldi, fá­tækt og hungri.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 27. júní 2018