Veiðigjöld, þráhyggja og öfund
'}}

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

Íslend­ing­um hef­ur tek­ist það sem fáum þjóðum hef­ur auðnast: Gert sjáv­ar­út­veg að arðbærri at­vinnu­grein, sem nýt­ir auðlind­ir með sjálf­bær­um hætti. Þeir tím­ar eru að baki þegar út­gerð og fisk­vinnsla voru eins og þur­fa­ling­ar sem voru háðir duttl­ung­um yf­ir­valds­ins. Haldið við hung­ur­mörk en á lífi með milli­færsl­um úr op­in­ber­um og hálfop­in­ber­um sjóðum og gengisfell­ing­um.

Það hef­ur mikið vatn runnið til sjáv­ar frá því að stjórn efna­hags­mála snér­ist ekki síst um að viðhalda rotnu kerfi milli­færslna og tryggja rekst­ur óhag­kvæms sjáv­ar­út­vegs, þar sem auðlind­um var sóað. Al­menn­ing­ur greiddi brús­ann. Launa­hækk­an­ir voru étn­ar upp með gengis­fell­ing­um og óðaverðbólgu. Skuss­arn­ir fengu skjól til að halda áfram að gera út en útsjón­ar­söm­um dugnaðarforkum var haldið niðri. Kostnaður­inn var verri lífs­kjör launa­fólks, veik­ara efna­hags­líf og lak­ara vel­ferðar­kerfi.

Geng­is­fell­ing, geng­is­sig og geng­is­breyt­ing voru fast­ir liðir í lífi okk­ar Íslend­inga. Til að „lina þján­ing­ar“ al­menn­ings töldu stjórn­mála­menn fara bet­ur á því að tala um gengisaðlög­un en geng­is­fell­ingu. Í óreiðu efna­hags­mála var gripið til þeirra ráða að loka gjald­eyr­is­deild­um bank­anna. Eng­inn skyldi fá gjald­eyri á meðan gengið væri „leiðrétt“. Op­in­ber umræða hringaðist um deil­ur um hvort gengið ætti að lækka um 10, 15 eða jafn­vel 20%. Erfiðleik­um í út­gerð og fisk­vinnslu var velt yfir á al­menn­ing og önn­ur fyr­ir­tæki.

Hag­kvæmni í stað sóun­ar

Hægt og bít­andi hef­ur okk­ur tek­ist að vinda ofan af vit­leys­unni. Kvóta­kerfið lagði grunn­inn að fram­sókn sjáv­ar­út­vegs. Arðbær fyr­ir­tæki hafa verið byggð upp. Hag­kvæmni hef­ur komið í stað sóun­ar, byggð á skyn­sam­legu stjórn­kerfi fisk­veiða – kvóta­kerfi með framsali. Mark­viss markaðssókn, auk­in gæði og betri nýt­ing hrá­efn­is hef­ur gert rík­is­sjóði mögu­legt að leggja sérstak­ar byrðar á sjáv­ar­út­veg­inn sem kepp­ir við rík­is­styrkta keppi­nauta.Í heild greiddi sjávar­út­veg­ur­inn yfir 152 millj­arða króna í skatta á ár­un­um 2010 til 2016. Eng­inn önn­ur atvinnu­grein greiðir meira í sam­eig­in­leg­an sjóð lands­manna. Tekju­skatt­ur, trygg­inga­gjald, kol­efn­is­gjald, veiðigjald og afla­gjald. Ekki er leng­ur tek­ist á um hversu mikið eigi að fella gengi krón­unn­ar og rýra kaup­mátt launa­fólks, held­ur hversu þung­ar álög­ur eigi að leggja á sjáv­ar­út­veg­inn, sem er eina at­vinnu­grein­in sem greiðir sér­stakt auðlinda­gjald.

Þegar tek­in er ákvörðun um álagn­ingu veiðigjalda – sé það ætl­un­in á annað borð að tryggja áfram arðbær­an sjáv­ar­út­veg – verður ekki hjá því kom­ist að taka mið af þeim veru­leika sem blas­ir við sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um. Jafn­vel þeir sem ala á öf­und og tor­tryggni í garð sjávarútvegs kom­ast ekki í kring­um staðreynd­ir. Í skrumi póli­tískra deilna verða eng­in gild rök færð fyr­ir því að brjóta jafn­ræðis­reglu við álagn­ingu veiðigjalda.

Þrá­hyggja og öf­und

Það ligg­ur fyr­ir að á sama tíma og út­flutn­ings­tekj­ur sjáv­ar­út­vegs­ins hafa lækkað veru­lega hafa veiðigjöld tvö­fald­ast í krón­um talið. Mik­il­væg­ir markaðir hafa lokast og launa­kostnaður hef­ur hækkað líkt og hjá öðrum at­vinnu­grein­um. Sam­keppn­is­staða ís­lenskra sjáv­ar­af­urða hefur með öðrum orðum versnað.Í skýrslu Deloitte, sem unn­in var fyr­ir sjávarútvegsráðuneytið, er talið að EBITDA sjáv­ar­út­vegs­ins á síðasta ári hafi lækkað um 20-37% frá fyrra ári. Þetta þýðir að EBITDA hef­ur lækkað um 42-59% á tveim­ur árum. Menn þurfa að vera vel for­hert­ir að halda því fram að við ákvörðun op­in­berra gjalda og skatta atvinnu­lífs­ins eigi í engu að taka til­lit til af­komu fyr­ir­tækj­anna. All­ir vita til hvers það leiðir.

„Umræðan á Íslandi um kvóta­kerfið er óheil­brigð þrá­hyggja,“ sagði dr. Þrá­inn Eggerts­son, pró­fess­or í hag­fræði, í viðtali við Frjálsa versl­un árið 2011. Þrá­inn sem er einn fremsti hagfræðing­ur heims á sviði stofn­ana­hag­fræði, hef­ur fært rök fyr­ir því að fiskveiðistjórnunarkerfið sé merki­leg­asta fram­lag Íslands í skipu­lags­mál­um. Þjóðir sem reka rík­is­styrkt­an sjáv­ar­út­veg líta til Íslands með öf­und­ar­aug­um. Ísland er eina landið inn­an OECD sem ekki held­ur úti um­fangs­miklu styrkja­kerfi fyr­ir fisk­veiðar og vinnslu. Á meðan aðrar þjóðir eru með sjáv­ar­út­veg á op­in­beru fram­færi greiða ís­lensk fyr­ir­tæki skatta og gjöld til rík­is­sjóðs. En þess­ar staðreyndi hafa ekki komið í veg fyr­ir að reynt sé að ala á öf­und og skapa tor­tryggni í garð sjáv­ar­út­vegs.

Póli­tísk­ir lukk­uridd­ar­ar nota þau vopn sem hent­ar hverju sinni. Arðgreiðslur til hlut­hafa sjávar­út­vegs­fyr­ir­tækja eru sagðar óeðli­leg­ar og merki um að fyr­ir­tæk­in geti vel greitt hærri veiðigjöld – miklu hærri. Þó ligg­ur fyr­ir að arðgreiðslur í sjáv­ar­út­vegi eru lægri en ger­ist og geng­ur. Sam­kvæmt töl­um Hag­stof­unn­ar voru arðgreiðslur sem hlut­fall af hagnaði á ár­un­um 2010 til 2016 um 21% hjá fyr­ir­tækj­um í sjáv­ar­út­vegi. Arðgreiðslur í öðrum at­vinnu­grein­um voru 31%.

Pét­ur Haf­steinn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Vís­is í Grinda­vík, sýndi ágæt­lega fram á hvernig reynt er að rugla umræðuna um arðgreiðslur og veiðigjöld. Í viðtali við Viðskipta­blaðið í janú­ar síðastliðnum, sagði Pét­ur Haf­steinn meðal ann­ars:

„Veiðigjöld­in sem við [Vís­ir hf.] borg­um á einu ári núna, 300 millj­ón­ir, eru það sama og við höf­um borgað okk­ur í arð á 20 árum.“

Skatt­lagn­ing og sam­keppn­is­hæfni

Sá er þetta skrif­ar hef­ur ít­rekað bent á hve nauðsyn­legt það er að huga að sam­keppn­is­hæfni ís­lenskra fyr­ir­tækja þegar tekn­ar eru ákv­arðanir um skatta og gjöld. Þetta á við um all­ar atvinnu­grein­ar. Álög­ur á fyr­ir­tæki um­fram það sem geng­ur og ger­ist í helstu samkeppnislöndum, veik­ir stöðuna jafnt á er­lend­um mörkuðum sem inn­lend­um. Þessi sannindi eiga að vera öll­um ljós. Þegar tek­ist er á um hvort veiðigjöld eigi að vera hærri eða lægri, verður ekki und­an því kom­ist að hafa í huga að helstu keppi­naut­ar ís­lenskra sjáv­ar­afurða njóta vernd­ar og rík­is­styrkja, á sama tíma og hag­kvæm­ur rekst­ur hef­ur gert okk­ur kleift að gera til­kall til þess að sjáv­ar­út­veg­ur greiði í sam­eig­in­lega sjóði okk­ar.

Auðvitað á það ekki að koma á óvart að póli­tísk­ir lukk­uridd­ar­ar vilji um­bylta stjórn­kerfi fiskveiða og ekki síður stór­auka álög­ur á sjáv­ar­út­veg­inn. Það er hins veg­ar at­hygl­is­vert hverjir hafa ákveðið að ger­ast skjald­svein­ar lukk­uridd­ar­anna.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 6. júní 2018