Mýtan um hugmyndafræði skipti litlu
'}}

Mýtan um að hugmyndafræði skipti litlu

Sveit­ar­fé­lög­in leika æ stærra hlut­verk í ís­lensku sam­fé­lagi. Hvernig til tekst við rekst­ur þeirra hef­ur ekki aðeins bein áhrif á dag­legt líf okk­ar allra held­ur veru­leg óbein efna­hags­leg áhrif. Á þessu ári er áætlað að heild­ar­tekj­ur A-hluta sveit­ar­fé­lag­anna verði 357 millj­arðar króna og þurfa að vera skatttekj­ur um 280 millj­arðar. Í fjár­mála­áætl­un til næstu fimm ára er reiknað með að heild­ar­tekj­ur  A-hluta sveit­ar­fé­lag­anna verði orðnar liðlega 460 millj­arðar árið 2023 eða um 103 millj­örðum hærri en á þessu ári. Við þetta bæt­ast um 107 millj­arða tekj­ur B-hluta.

Útsvar­s­tekj­ur eru mik­il­væg­asti tekju­stofn sveitar­fé­lag­anna eða nær 80% af skatt­tekj­um og 62% af heild­ar­tekj­um. Eina sveit­ar­fé­lagið á höfuðborg­ar­svæðinu sem legg­ur á hámarksútsvar – 14,52% – er Reykja­vík, en lægst er álagn­ing­in á Seltjarn­ar­nesi og í Garðabæ. Af 74 sveit­ar­fé­lög­um er út­svars­pró­sent­an í há­marki í 56.

Í sam­an­tekt Sam­taka at­vinnu­lífs­ins [SA], sem var birt ný­lega, kem­ur fram að frá ár­inu 1993 hafi út­svars­pró­sent­an nær tvö­fald­ast en aðeins fjórðung hækk­un­ar­inn­ar megi rekja til yf­ir­færslu verk­efna frá ríki til sveit­ar­fé­laga. Ska tt­heimt­an hef­ur því aukist á und­an­förn­um árum um­fram það sem rétt­læt­ist af aukn­um lög­bundn­um verk­efn­um sveitarfé­laga, seg­ir SA.

Sveit­ar­fé­lög­in hafa notið góðæris und­an­geng­inna ára og hafa skatt­tekj­ur hækkað veru­lega. Í fjármála­áætl­un 2019-2023, kem­ur fram að út­svar­s­tekj­ur hafi auk­ist að jafnaði um 9,9% að raun­v­irði á ári síðustu tvö ár og fast­eigna­skatt­ar um 8,8%. Frá ár­inu 2011 þegar út­svar var hækkað vegna tilfærslu mál­efna fatlaðs fólks til sveit­ar­fé­lag­anna, hafa tekj­ur af út­svari sem hlut­fall af vergri landsfram­leiðslu hækkað úr 7,4% í 8,1%. Reiknað er með að tekj­ur af út­svari haldi áfram að aukast á kom­andi árum og verði 8,3% af vergri lands­fram­leiðslu árið 2023 þegar þær verða um 72 millj­örðum hærri en á þessu ári.

Tekj­ur sveit­ar­fé­laga hafa auk­ist um 296 millj­arða króna á föstu verðlagi frá 2011. Sam­tök atvinnulífsins benda á að þar af hafi 170 millj­örðum (57%) verið ráðstafað í auk­inn launa­kostnað en ein­ung­is 12% hafi skilað sér í bættri af­komu.

Garðabær og Seltjarnarnes bera af

Í sam­an­tekt SA kem­ur fram að hlut­fall skulda af tekj­um sam­stæðu sveit­ar­fé­laga hafi lækkað hratt á und­an­förn­um árum. Ríf­lega helm­ing­ur lækk­un­ar­inn­ar er vegna hærri tekna, (hlut­fallið lækk­ar með hærri tekj­um jafn­vel þótt eng­ar skuld­ir séu greidd­ar), en hinn helm­ing­inn má rekja ann­ars veg­ar til geng­is­styrk­ing­ar ís­lensku krón­unn­ar og hins veg­ar niður­greiðslu skulda.

Staða sveit­ar­fé­lag­anna er mis­jöfn og það virðist vera sam­hengi milli skatt­heimtu og skulda. Þetta ætti ekki að koma á óvart. Sterk fjár­hags­leg staða – lít­il skuld­setn­ing – gef­ur viðkom­andi sveit­ar­fé­lagi svig­rúm til að halda álög­um í lág­marki en á sama tíma nýta tekj­urn­ar í þjón­ustu við íbú­ana frem­ur en að þjón­usta lána­drottna.

Þannig eru þessu farið í Garðabæ og á Seltjarn­ar­nesi. Í þess­um sveit­ar­fé­lög­um eru skuld­ir á íbúa lang­lægst­ar en í þriðja sæti er Akra­nes og Kópa­vog­ur er í því fjórða. Reykja­vík er, ásamt Reykja­nes­bæ, skuld­sett­asta sveitarfélagið miðað við skuld­ir sam­stæðu á hvern íbúa.

Í grein­ar­gerð Sam­taka at­vinnu­lífs­ins er dreg­in fram sú staðreynd að Seltjarn­ar­nes, Garðabær og Vest­manna­eyj­ar inn­heimta hlutfalls­lega lægstu skatt­ana af meðal­tekj­um íbúa sinna. Akureyri, Fjarðabyggð og Reykja­vík taka hlutfalls­lega mest til sín.

Best í stakk búin

Eitt er víst. Þau sveit­ar­fé­lög sem eru lítið skuld­sett og hafa gætt hóf­semd­ar í álög­um á íbú­ana, eru bet­ur í stakk búin en önn­ur til að tak­ast á við áskor­an­ir á kom­andi árum. Hvort sem þær áskoran­ir eru fólgn­ar í um­svifa­mikl­um fjárfest­ing­um eða efnahags­leg­um þreng­ing­um. Þar sem ekki er borð fyr­ir báru – skuld­ir mikl­ar og álög­ur eins þungar og lög leyfa – verður erfitt að glíma við óhag­stæð ytri skil­yrði s.s. lækk­un tekna vegna samdrátt­ar í efnahags­líf­inu og hækk­un skulda vegna geng­is­lækk­un­ar krón­unn­ar. Þau sveit­ar­fé­lög eiga fáa aðra kosti en að safna skuld­um og/​eða skera niður þjón­ustu við íbú­ana.

Ekki þarf að skoða árs­reikn­inga sveit­ar­fé­laga lengi til að kom­ast að þeirri niður­stöðu að það sé hrein mýta að halda því fram að hug­mynda­fræði skipti litlu eða engu þegar kem­ur að vali í sveit­ar­stjórn­ir. Eng­inn get­ur ef­ast um að ákveðin hug­mynda­fræði ligg­ur til grund­vall­ar við rekst­ur sveit­ar­fé­laga ekki síður en við rekst­ur rík­is­sjóðs. Það er ákveðin hug­mynda­fræði að byggja upp sveit­ar­fé­lag þar sem tek­ist hef­ur að samþætta öfl­uga þjón­ustu við íbú­ana, hóf­sam­ar álög­ur og lág­ar skuld­ir.

Fyr­ir launa­fólk skipt­ir miklu hvaða stefna er rek­in í skatt­heimtu sveit­ar­fé­lags­ins. Útsvars­pró­sent­an skipt­ir lág­launa­fólk meira máli en hvað rík­is­sjóður ákveður að inn­heimta í tekju­skatt. Sá sem hef­ur 300 þúsund krón­ur í mánaðarlaun greiðir helm­ingi meira í út­svar en í tekju­skatt til rík­is­ins (ef hann greiðir þá nokkuð). Í heild greiða Íslend­ing­ar mun meira í út­svar en tekju­skatt. Lækk­un út­svars er stærra hags­muna­mál fyr­ir flesta en að þoka tekju­skatts­pró­sentu rík­is­ins niður.

Með öðrum orðum: Skatta­stefna sveit­ar­fé­laga hef­ur meiri áhrif á launa­fólk en stefna rík­is­ins við álagn­ingu tekju­skatts. Lag­fær­ing­ar á tekju­skatt­s­kerfi rík­is­ins, þar sem dregið er úr jaðarskatt­heimtu og skatt­pró­senta lækkuð, er til lít­ils ef al­menn­ingi er síðan refsað af sveit­ar­fé­lag­inu með álagn­ingu út­svars.

Líkt og sést á meðfylgj­andi línu­riti hafa um­svif sveit­ar­fé­lag­anna auk­ist veru­lega á síðustu ára­tug­um enda hafa þau tekið yfir verk­efni sem áður voru hjá rík­inu s.s. grunn­skóla og mál­efni fatlaðra. Tekj­ur og gjöld sveit­ar­fé­lag­anna eru um og yfir 13% af vergri lands­fram­leiðslu en þetta hlut­fall var inn­an við 12% um alda­mót­in og rétt rúm­lega 7% árið 1980. Það skipt­ir því æ meira máli hvernig til tekst við rekst­ur­inn og hef­ur bein áhrif á lífs­kjör allra.

Í aðdrag­anda sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga eru gef­in lof­orð um allt land – flest eru fyr­ir­heit um auk­in útgjöld. En svo eru fram­bjóðend­ur sem telja far­sæl­ast að gæta aðhalds og frem­ur lækka álög­ur á íbúana. Hug­mynda­fræði þeirra er í sjálfu sér ein­föld. Þetta er hug­mynda­fræði frjáls­ræðis sem hef­ur gef­ist vel í þeim sveit­ar­fé­lög­um sem best standa fjár­hags­lega og þar er ánægja íbú­anna mest. En svo eru aðrir sem telja rétt að nýta alla tekju­stofna til hins ýtr­asta, eru áhyggju­litl­ir yfir skuld­um (og að sí­fellt stærri hluti tekna fer í að þjón­usta skuld­ir en ekki íbú­ana). Þeir geta sótt fyr­ir­mynd­ina til Reykja­vík­ur.