Þverpólitískur starfshópur vinnur orkustefnu fyrir Ísland
'}}

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur skipað þverpólitískan starfshóp til að vinna orkustefnu fyrir Ísland. Í hópnum eiga sæti fulltrúar allra þingflokka á Alþingi og er ætlunin að tillgögur hópsins verði lagðar fyrir Alþingi í ársbyrjun 2020. Þetta kemur fram á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Er skipunin í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem kveðið er á um gerð langtímaorkustefnu.

Er miðað við að orkustefnan verði sett til 20-30 ára og verði endurskoðuð reglulega. Við gerð hennar á að horfa til fjölmargra þátta, s.s. áætlaða orkuþörf til langs tíma, orkuöryggi um land allt, áframhald orkuskipta, nýsköpun í orkumálum, aukið afhendingaröryggi á landsvísu, bætt flutnings- og dreifikerfi raforku, útflutning hugvits og þekkingar á sviði orkumála, efling samkeppni, framlag orkumála til loftslagsmála, fyrirkomulag gjaldtöku af orkunýtingu auðlinda í opinberri eigu o.fl.

Starfshópinn skipa:

  • Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir, formaður
  • Páll Jensson, varaformaður
  • Albertína F. Elíasdóttir, tilnefnd af þingflokki Samfylkingarinnar
  • Árni V. Friðriksson, tilnefndur af þingflokki Miðflokksins
  • Halla Signý Kristjánsdóttir, tilnefnd af þingflokki Framsóknarflokksins
  • Kolbeinn Óttarsson Proppé, tilnefndur af þingflokki Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs
  • Kristín Vala Ragnarsdóttir, tilnefnd af þingflokki Pírata
  • Njáll Trausti Friðbertsson, tilnefndur af þingflokki Sjálfstæðisflokksins
  • Ólafur Ísleifsson, tilnefndur af þingflokki Flokks fólksins
  • Þorsteinn Víglundsson, tilnefndur af þingflokki Viðreisnar
  • Brynhildur Davíðsdóttir, tilnefnd af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
  • Harpa Þórunn Pétursdóttir, tilnefnd af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
  • Magnús Júlíusson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneytinu
  • Ólafur Kr. Hjörleifsson, tilnefndur af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu

Nánar má má lesa um málið á vefsvæði ráðuneytisins hér.