Það skiptir máli hverjir stjórna
'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis:

Upp­bygg­ing innviða, upp­bygg­ing heil­brigðisþjón­ustu, öfl­ugri rekst­ur hins op­in­bera og lækk­un skatta. Allt eru þetta ein­kenni fjár­mála­áætl­un­ar næstu fimm ára sem rík­is­stjórn­in kynnti í síðustu viku og þá er list­inn ekki tæmd­ur. Eitt mik­il­væg­asta atriðið í fjár­mála­áætl­un­inni er lækk­un skulda hins op­in­bera. Hún hef­ur gengið hraðar en mark­mið voru um, það hef­ur leitt af sér lægri vaxta­gjöld og skap­ar þannig svig­rúm til að nýta fjár­magn til annarra og mik­il­væg­ari verk­efna.

Fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar er að sjálf­sögðu ekki yfir gagn­rýni haf­in og það er eðli­legt að um hana sé tek­ist á eins og önn­ur verk rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hvort sem um er að ræða gagn­rýni frá stjórn­ar­and­stöðu um að menn víki frá ábyrgri hag­stjórn eða mál­efna­legri gagn­rýni um ein­staka þætti áætl­un­ar­inn­ar. Þá er þetta allt liður í því að búa í lýðræðisþjóðfé­lagi þar sem öfl­ug sam­fé­lagsum­ræða á sér stað. Flest­ir sjá þó að efna­hags­staða lands­ins er krafta­verki lík­ast miðað við það hvernig staðan var fyr­ir tæp­um ára­tug. Staða rík­is­sjóðs hef­ur ekki verið traust­ari um ára­bil og lands­fram­leiðslan aldrei hærri.

Og af hverju er staðan svona góð? Jú, af því að for­ystu­menn þeirra flokka sem setið hafa í rík­is­stjórn frá ár­inu 2013 hafa sam­mælst um að for­gangsraða rétt, sýna ábyrgð og kænsku við stjórn rík­is­fjár­mála. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur nú setið í rík­is­stjórn sam­fellt í fimm ár. All­an þann tíma hef­ur verið lagður grunn­ur að öfl­ugri hag­stjórn hér á landi. Eðli máls­ins sam­kvæmt hef­ur það verið gert í góðu sam­starfi og með stuðningi sam­starfs­flokk­anna. Í viðræðum um stjórn­ar­sam­starf hafa þeir flokk­ar sem myndað hafa rík­is­stjórn á þess­um tíma sam­mælst um mik­il­vægi þess að skapa hér heil­brigðan grund­völl fyr­ir framtíðar­upp­bygg­ingu hag­kerf­is­ins.

Auk­in áhersla á geðheil­brigðismál, upp­bygg­ing í vega­mál­um, lægri tekju­skatt­ur og lægra trygg­inga­gjald eru dæmi úr fjár­mála­áætl­un sem ein­kenn­ast ekki af bjart­sýni eða ósk­hyggju, held­ur skyn­semi. Hlut­verk rík­is­ins er að styðja við grund­vall­arþætti sam­fé­lags­ins, mennta­kerfið, heil­brigðis­kerfið og ör­yggi lands­manna auk þess að taka þátt í innviðaupp­bygg­ingu á borð við sam­göngu­mann­virki. Allt eru þetta þætt­ir sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur lagt mikla áherslu á að sé sinnt vel og við það hef­ur verið staðið. Á sama tíma hef­ur verið unnið hörðum hönd­um að því að greiða niður skuld­ir rík­is­ins. Fjár­magn skatt­greiðenda er bet­ur nýtt í öfl­ug og nauðsyn­leg sam­fé­lags­verk­efni frek­ar en vaxta­greiðslur. Á næsta ári munu vaxta­gjöld rík­is­sjóðs þó nema yfir 70 millj­örðum króna, þannig að enn eig­um við mik­il­vægt verk­efni fyr­ir hönd­um.

Það skipt­ir því máli hverj­ir stjórna. Ábyrg hag­stjórn er ekki sjálf­gef­in.

Pistillinn birtist fyrst í Morgunblaðinu 12. apríl 2018