Sjálfstæðisfélögin Fróði og Fjölnir, félag ungra Sjálfstæðismanna standa fyrir prófkjöri þann 14. apríl nk. til uppröðunar á D-lista í Rangárþingi ytra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.
Prófkjörið fer fram í Miðjunni á Hellu, 2. hæð (Fyrir innan Verkalýðsfélagið), og stendur frá kl. 10:00-18:00 á prófkjörsdag.
Prófkjörið er opið öllum flokksbundnum Sjálfstæðismönnum, 16 ára og eldri, sem skráðir eru í flokkinn kl. 16:00, föstudaginn 13. apríl sem og þeim stuðningsmönnum flokksins, 18 ára og eldri, sem undirrita inngöngubeiðni á prófkjörsdag. Hægt er að skrá sig í flokkinn á vefnum hér.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst miðvikudaginn 4. apríl og verður á sama stað og prófkjörið verður haldið alla virka daga til 13. apríl frá kl. 17:00-18:30. Einnig laugardaginn 7. apríl frá kl. 10:00-11:30.
Þá verður sömuleiðis hægt að kjósa utankjörfundar í Valhöll, Háaleitisbraut 1 í Reykjavík virka daga frá 4. – 13. apríl á opnunartíma skrifstofunnar. Minnum á að hafa skilríki meðferðis.
Eftirfarandi frambjóðendur taka þátt í prófkjörinu (hægt er að smella á hvern og einn til að nálgast nánari upplýsingar):
- Hugrún Pétursdóttir, viðskiptafræðinemi
- Ína Karen Markúsdóttir, deildarstjóri og nemi í leikskólafræðum
- Sindri Snær Bjarnason, sundlaugarvörður
- Sævar Jónsson, húsasmíðameistari og búfræðingur
- Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri
- Björk Grétarsdóttir, fyrirtækjafulltrúi og stjórnmálafræðingur
- Haraldur Eiríksson, fjármálastjóri og formaður byggðarráðs
- Heimir Hafsteinsson, trésmíðameistari og umsjónarmaður fasteigna
- Helga Fjóla Guðnadóttir, starfsmaður á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi
- Hjalti Tómasson, starfsmaður þjónustumiðstöðvar
- Hrafnhildur Valgarðsdóttir, grunnskólakennari
Einnig má finna rafrænan kosningabækling með upplýsingum um prófkjörið og alla frambjóðendur hér.
Kjörnefndin