Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ hefur samþykkt framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, sem fram fara þann 26. maí næstkomandi.
Daníel Jakobsson, hótelstjóri á Ísafirði og núverandi oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, skipar efsta sæti listans og er bæjarstjóraefni hans. Konur eru í meirihluta frambjóðenda en listann skipa ellefu konur og sjö karlar. Listinn samanstendur bæði af reynslumiklum einstaklingum í bæjarmálum sem og nýliðum, með reynslu úr ólíkum áttum samfélagsins. Á listanum eru fulltrúar úr öllum byggðakjörnum Ísafjarðarbæjar.
Sjálfstæðismenn voru áhugasamir um að skoða möguleika á sameiginlegum framboðslista með óháðum. Haldnir voru tveir fjölmennir, opnir bæjarmálafundir þar sem sjá mátti mörg ný andlit, sem ekki höfðu tekið þátt í stjórnmálaflokksstarfi áður. Í kjölfar fundanna lýstu margir yfir áhuga á framboði og reyndust þeir flestir vilja kenna sig við sjálfstæðisstefnuna. Hópur áhugasamra sjálfstæðismanna var það stór að horfið var frá hugmyndum um sameiginlegt framboð með óháðum.
Stjórn fulltrúaráðsins skipaði uppstillingarnefnd í framhaldi af opnu fundunum og var Steinþór Bjarni Kristjánsson kjörinn formaður hennar. Nefndin skilaði tillögu sinni að framboðslista á fundi fulltrúaráðsins, sem haldinn var á Ísafirði síðdegis í gær.
Tillaga uppstillingarnefndar var samþykkt einróma og fylgir framboðslistinn hér að neðan.
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ fyrir kjörtímabilið 2018-2022
- Daníel Jakobsson (45), hótelstjóri og bæjarfulltrúi, Ísafirði.
- Hafdís Gunnarsdóttir (37), forstöðumaður og varaþingmaður, Ísafirði.
- Sif Huld Albertsdóttir (32), framkvæmdastjóri og varabæjarfulltrúi, Ísafirði.
- Jónas Þór Birgisson (46), lyfsali, stundakennari og bæjarfulltrúi, Hnífsdal.
- Steinunn Guðný Einarsdóttir (35), gæðastjóri, Flateyri.
- Þóra Marý Arnórsdóttir (28), deildarstjóri málefna fatlaðra hjá Ísafj.bæ, Ísafirði.
- Aðalsteinn Egill Traustason (32), framkvæmdastjóri, Suðureyri.
- Hulda María Guðjónsdóttir (33), geislafræðingur, Ísafirði.
- Högni Gunnar Pétursson (28), vélvirki, Ísafirði.
- Guðfinna M.Hreiðarsdóttir (52), sagnfræðingur, Ísafirði.
- Kristín Harpa Jónsdóttir (21), nemi, Ísafirði.
- Gautur Ívar Halldórsson (35), framkvæmdastjóri, Ísafirði.
- Arna Ýr Kristinsdóttir (36), leikskólakennari, Ísafirði.
- Magðalena Jónasdóttir (20), starfsmaður í málefnum fatlaðra hjá Ísafj.bæ, Hnífdsal.
- Pétur Albert Sigurðsson (41), múrari, Þingeyri.
- Sturla Páll Sturluson (59), aðstoðaryfirtollvörður, Ísafirði.
- Guðný Stefanía Stefánsdóttir (41), grunnskólakennari, Ísafirði.
- Birna Lárusdóttir (52), upplýsingafulltrúi, Ísafirði.