Takk
'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins:

Fjöl­marg­ir mættu í fyrsta sinn á lands­fund Sjálf­stæðis­flokks­ins um síðustu helgi. Fyr­ir marga var það óvænt ánægja að geta haft áhrif á stefnu stærsta stjórn­mála­flokks lands­ins, náð eyr­um fólks á öll­um aldri og fengið tæki­færi til að kynn­ast fólki. Amma mín var þar á meðal, ekki hlut­laus, en lík­lega meðal elstu nýrra full­trúa. Hún lýsti helg­inni sem einni þeirri skemmti­leg­ustu sem hún myndi eft­ir, 82 ára göm­ul, enda fannst henni fund­ur­inn bæði fróðleg­ur og skemmti­leg­ur. Hún var helst svekkt yfir því að hafa ekki fengið að upp­lifa slíka sam­komu fyrr.

Ger­um lífið betra var yf­ir­skrift lands­fund­ar­ins, sem skil­ur eft­ir bros og gleði, en ekki síst skýra framtíðar­stefnu sjálf­stæðismanna sem ger­ir lífið betra fyr­ir okk­ur öll.

Eft­ir fund­inn er mér efst í huga þakk­læti fyr­ir það traust að vera end­ur­kjör­in rit­ari flokks­ins og að fá tæki­færi til að halda áfram í for­ystu fyr­ir þenn­an ótrú­lega hóp ein­stak­linga sem hafa sjálf­stæðis­stefn­una að leiðarljósi. Yfir þúsund manns sóttu fund­inn og tók­ust á um stefnu og áhersl­ur. Fólk með ólík­an bak­grunn, úr mis­mun­andi stétt­um og starfs­grein­um, á öll­um aldri, kon­ur og karl­ar.
Fund­ur­inn er öfl­ug­asta stjórn­mála­sam­koma lands­ins og all­ir sem tóku þátt í framúrsk­ar­andi mál­efn­a­starfi eiga hrós skilið. Þar var tek­ist á um ýmis mál­efni, oft harka­lega en alltaf mál­efna­lega. Það er bæði heil­brigt og gott. Sjálf­stæðis­menn all­ir fara út af fund­in­um sem sterk­ari heild. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er ekki bara stór flokk­ur held­ur einnig sam­held­inn. Álykt­an­ir fund­ar­ins senda skýr skila­boð út í sam­fé­lagið, um opið og frjálst sam­fé­lag þar sem all­ir fá að njóta sín.

Lands­sam­band sjálf­stæðis­k­venna á hrós skilið fyr­ir sín störf á fund­in­um og í aðdrag­anda hans. Hald­inn var sér­stak­ur umræðufund­ur sjálf­stæðis­fólks um #met­oo-bylt­ing­una. Fund­ur­inn var hald­inn fyr­ir full­um sal. Það var ánægju­legt að meiri­hluti þátt­tak­enda var karl­menn, þ.m.t. formaður flokks­ins. Þar var rætt um bylt­ing­una, áhrif henn­ar og breytt viðhorf.

Ung­ir sjálf­stæðis­menn settu einnig mark sitt á fund­inn með skipu­lögðum hætti í mál­efn­a­starf­inu, öfl­ug­um, frjáls­lynd­um til­lög­um og ekki síst sam­starfs­vilja til að fá til­lög­um sín­um fram­gengt í sátt við aðra fund­ar­menn.

Ég vil þakka sjálf­stæðismönn­um um allt land fyr­ir helg­ina, sjálf­stæðis­fé­lög­un­um fyr­ir að halda uppi starfi flokks­ins um allt land en inn­an þeirra leyn­ist mesta auðlind flokks­ins. Þar er fólkið sem læt­ur sig sam­fé­lagið varða og hef­ur valið að skipa sér í sveit Sjálf­stæðis­flokks­ins til að fylkja liði í kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, til að bæta hag, þjón­ustu og lífs­kjör allra Íslend­inga. Við ætl­um að gera lífið betra.

Pistillinn „Takk!” sem birtist í Morgunblaðinu 22. mars 2018.