Landsfundur Sjálfstæðisflokkinn samþykkti fyrir stundu ályktun, að tillögu utanríkismálanefndar flokksins. Þar var enn staðfest sú afstaða Sjálfstæðisflokksins, að hagsmunir Íslands væru best tryggðir utan Evrópusambandsins, sem og að öryggi landsins væri aðeins tryggt með aðildinni að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Þar eru áréttuð nauðsyn viðskiptafrelsis í milliríkjasamskiptum og afnám viðskiptahindrana, sem Íslendingar eigi mikið undir. Þar er til nefnd viðskipti við Evrópusambandið um EES, jafnframt að tengslin við Breta verði treyst samhliða úrsögn þeirra úr ESB, en einnig að — og önnur ríki heims, að rækta góð viðskiptasambönd við sem flest ríki heimsins og að fjölga bæri fríverslunarsamningum við ríki utan EES, tvíhliða eða í samvinnu við önnur aðildarríki EFTA. Samstaða með vestrænum ríkjum og virðing fyrir alþjóðalögum voru einnig áréttuð.