Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði fyrir skömmu, að tillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd flokksins, að sú leið sem hefði verið valin til endurskoðunar á stjórnarskrá væri líklegust til að skapa nauðsynlega sátt um þær breytingar sem eru mest aðkallandi. Varðandi efnislegar breytingar var lögð áhersla á ný ákvæði um að tiltekið hlutfall atkvæðisbærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um einstök lagafrumvörp, endurskoðun á hlutverki og stöðu forseta Íslands, og því að Landsdómur skuli lagður niður.