Landsfundur Sjálfstæðisflokkinn samþykkti fyrir skömmu ályktun, að tillögu fjárlaganefndar flokksins, þar sem meðal annars var vikið að eignasölu ríkissjóðs. Sjálfstæðisflokkurinn vill binda í lög að útgjöld ríkissjóðs vaxi ekki á milli ára umfram meðalhagvöxt undangenginna 10 ára auk 2,5% verðlagsbreytinga. Skapa verður samstöðu um varfærna nálgun í ríkisfjármálunum og taka slíka útgjaldabremsu upp í lög um opinber fjármál. Þá er lögð áhersla á tæknin verði betur nýtt til þess að ná niður kostnaði við opinberan rekstur og að skuldbindingar ríkisins verði látnar koma fram í ríkisreikningi. Meðal þeirra ríkiseigna, sem landsfundur ályktaði að selja bæri eru eignarhlutir ríkisins í Íslandsbanka, Landsbanka, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Íslandspósti og annan samkeppnisrekstur. Þá sé rétt að leggja niður bæði ÁTVR og RÚV í núverandi mynd, auk þess sem ráðast þurfi í úttekt á húsnæði og fasteignum á vegum ríkisstofnana.