Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í leiðtogaprófkjörinu í Reykjavík hefst 16. janúar
'}}

Leiðtogaprófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík 27. janúar 2018.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst þriðjudaginn 16. janúar næstkomandi.

Utankjörfundaratkvæðagreiðslan fer fram á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll, Háaleitisbraut 1.

Opið alla virka daga kl. 9 til 17.

Atkvæðisrétt eiga allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík.

Kjósa skal 1 frambjóðanda, hvorki fleiri né færri. Kosið skal með því að merkja “X” fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem kjósandi óskar að skipi efsta sæti framboðslistans.

Nánari upplýsingar um leiðtogaprófkjörið verða birtar þegar nær dregur prófkjörsdeginum 27. janúar.

Yfirkjörstjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík