Málfundur um aukinn viðbúnað lögreglu á opinberum vettvangi.
Seinustu ár hefur verið viðvarandi ógn við öryggi í Evrópu. Hryðjuverkaárásir hafa verið framkvæmdar í fjöldan allan af borgum víðsvegar um álfuna. Reykjavík hefur þó ekki verið í brennidepli hvað þetta varðar, sem betur fer. Sumir ráku því upp stór augu þegar vopnaðir sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra sinntu öryggisgæslu í miðborg Reykjavíkur á meðan að Color Run stóð yfir þann 10. júní s.l. Miklar umræður sköpuðust í kjölfarið og sitt sýnist hverjum um þennan aukna viðbúnað lögreglu á opinberum vettvangi.
Af því tilefni vilja Týr og Heimdallur efna til málfundar. Framsögumenn fundarins verða:
- Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri Grænna og forseti Borgarstjórnar
- Brynjar Níelsson, alþingismaður fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins
- Björn Leví Gunnarsson, alþingismaður fyrir hönd Pírata
- Fagaðili úr röðum lögreglunnar sem kynntur verður síðar
Fundurinn verður haldinn í Valhöll (Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík) fimmtudaginn 29. Júní kl. 20:00. Það verður heitt á könnunni og hlökkum við til þess að taka á móti ykkur!