Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir opnum fundi með Bjarna Benediktssyni formanni flokksins ásamt nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins kl. átta í kvöld, mánudaginn 27. mars. Fundurinn verður haldinn í Hafnarborg í Hafnarfirði og hefst kl. 20.00. Allir velkomnir!
Meðal þess sem fjallað verður um er ríkisstjórnarsamstarfið og verkefnin framundan. Tekið verður við spurningum fundarmanna. Við hvetjum áhugasama til að mæta og taka þátt í lifandi þjóðmálaumræðu.
Auk Bjarna verða á fundinum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari flokksins, Unnur Brá Konráðsdóttir forseti Alþingis, Jón Gunnarsson samgönguráðherra, Bryndís Haraldsdóttir, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Bjarnason.
Sjá nánar: https://www.facebook.com/sjalfstaedis/photos/gm.1668062356821196/10154518962627709/?type=3&theater