Sjálfstæðisflokkurinn stærstur hjá Gallup!
'}}

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi í nýjustu könnun Gallup.
Flokkurinn bætir við sig 1.1% frá síðustu könnun og mælist nú með 26.2% kjörfylgi.

Könnunin var gerð á tímabilinu 26. júlí til 31. ágúst, en margir hafa boðað framboð eða tilkynnt að þeir ætli ekki aftur fram frá því að könnunin hófst.

Spurt var:
Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?
En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?
Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?

 

Niðurstöður sem hér birtast um fylgi flokkanna á landsvísu eru úr netkönnun sem Gallup gerði dagana 26. júlí til 31. ágúst 2016. Heildarúrtaksstærð var 5.764 og þátttökuhlutfall var 54,9%. Vikmörk á fylgi við flokka eru 0,6-1,7%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.