Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir kosningar til Alþingis í haust verður laugardaginn 3. september 2016. Kosning utankjörstaða hefst í Valhöll fimmtudaginn 18. ágúst 2016 og verður þar til föstudagsins 2. september 2016. Hægt er að kjósa í Valhöll á venjulegum skrifstofutíma. Kjörnefnd í Valhöll skipa þrír starfsmenn flokksins þau Petrea, Hafsteinn og Skúli. Þeir sem ætla að kjósa í Valhöll eru beðnir um að gefa sig fram við einhvern af þessum aðilum.
Síðan verður hægt að kjósa utankjörstaða á nokkrum stöðum í kjördæminu fimmtudaginn 25. ágúst og fimmtudaginn 1. september kl. 17:00 til 20:00. Kjörstaðir vegna þess og vegna kjörfundar 3. september nk. verða auglýstir síðar.
Nánari upplýsingar er hægt að fá í Valhöll (xd@xd.is ) og hjá Inga Tryggvasyni formanni kjörnefndar (ingi@lit.is og s. 860 2181 )
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi