Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 26,7% samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Þá segjast rúmlega 34% styðja við ríkisstjórnina.
Niðurstöður þessarar könnunar eru úr netkönnun Gallups sem gerð var 7. til 12. apríl. Heildarúrtak var 1.434 og var þátttökuhlutfall 56,1 prósent og af þeim nefndu 82,9 prósent flokk. Spurt var: Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?
„Ég hef verið að tala fyrir því, þessa daga, að hér þurfi að ríkja einhver stjórnkerfisfesta,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu RÚV. „Að efnahagslegar framfarir í þessu landi byggi meðal annars á því að það sé friður í pólitíkinni, að við getum haldið okkar striki jafnvel þótt að menn vilji endurnýja umboð þingsins og ég held að þessi sjónarmið eigi mikinn hljómgrunn.“