Eyþór L. Arnalds framkvæmdastjóri er fæddur í Reykjavík 1964. Hann ólst upp í Árbæjarhverfi og vesturbæ Reykjavíkur, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, burtfararprófi í sellóleik og framhaldsmenntun í tónsmíðumí Hollandi. Eyþór er með MBA gráðu frá HR og hefur sótt framhaldsnám fyrir stjórnendur. í hagfræði í Harvard.
Að námi loknu starfaði Eyþór hjá OZ í Reykjavík og San Francisco, stóð að stofnun Íslandssíma hf. (nú Vodafone), starfaði í Bretlandi hjá Enpocket.
Hann stóð að stofnun Becromal á Akureyri og rekur nú ferðaþjónustu Special Tours í Reykjavík.
Eyþór var varaborgarfulltrúi í Reykjavík 1998-2002 og sat meðal annars í fræðsluráði, hafnarstjórn. Hann leiddi lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg 2006 og 2010 og var formaður bæjarráðs Árborgar 2010-2014.