Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Þetta var samþykkt á fundi kjördæmisráðs á Akureyri í gær.
Listinn í heild sinni:
1. Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra, Akureyri
2. Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður, Akureyri
3. Valgerður Gunnarsdóttir alþingismaður, Húsavík
4. Arnbjörg Sveinsdóttir, bæjarfulltrúi og fyrrverandi alþingismaður, Seyðisfirði
5. Samúel K. Sigurðsson svæðisstjóri, Reyðarfirði
6. Gauti Jóhannesson sveitarstjóri, Djúpavogi
7. Húnbogi Gunnþórsson háskólanemi, Norðfirði
8. Sæunn Gunnur Pálmadóttir hjúkrunarfræðingur, Ólafsfirði
9. Dýrunn Pála Skaftadóttir, verslunarstjóri og bæjarfulltrúi, Norðfirði
10. Lára Halldóra Eiríksdóttir grunnskólakennari, Akureyri
11. Guðmundur S. Kröyer, umhverfisfræðingur og bæjarfulltrúi, Egilsstöðum
12. Jónas Ástþór Hafsteinsson, laganemi og knattspyrnuþjálfari, Egilsstöðum
13. Elvar Jónsson lögfræðingur, Akureyri
14. Baldur Helgi Benjamínsson búfjárerfðafræðingur, Eyjafjarðarsveit
15. Rannveig Jónsdóttir rekstrarstjóri, Akureyri
16. Melkorka Ýrr Yrsudóttir menntaskólanemi, Akureyri
17. Ketill Sigurður Jóelsson háskólanemi, Akureyri
18. Anna Alexandersdóttir, verkefnastjóri og bæjarfulltrúi, Egilsstöðum
19. Soffía Björgvinsdóttir sauðfjárbóndi, Svalbarðshreppi
20. Guðmundur Skarphéðinsson vélvirkjameistari, Siglufirði