Viktor Pétur Finnsson

Viktor Pétur Finnsson er 26 ára Hafnfirðingur sem býður sig fram í 2.–3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viktor Pétur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og tók síðast sæti á þingi í Desember síðastliðnum fyrir Þórdísi Kolbrúnu, fyrsta þingmann kjördæmisins. Viktor var formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna í tvö ár frá 2023-2025, formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta við HÍ 2022 og situr í Háskólaráði HÍ.

Viktor er varamaður í Skipulags-, og byggingarráði frá 2022 og var formaður Stefnis frá 2021-2024.

Viktor leggur áherslu á að Hafnarfjörður sé raunverulegur valkostur við Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög þar sem fólki er gert kleift að blómstra og ráða sér sjálft. Hann leggur áherslu á að lágmarka álögur á bæjarbúa með hagkvæmni í rekstri. Markmið Hafnarfjarðar á að vera að bjóða betri grunnþjónustu en önnur sveitarfélög en bærinn á að vinna í þágu íbúanna. Vandað skal til verka svo vandamál annarra sveitarfélaga verði ekki að veruleika í Hafnarfirði.

Viktor vill að samgöngu-, og húsnæðismál séu sett á oddinn þar sem stutt er við uppbyggingu sem mætir þörfum íbúa með séreignarstefnu Sjálfstæðisflokksins svo ungu fólki sé gefin raunhæfur valkostur á að eignast eigið húsnæði. Mikilvægt er að ungt fólk sjái framtíð sinni best borgið í bænum. Á sama tíma skal standa vörð um hagsmuni bæjarins útávið og tryggja að ekki verði óþarfa útþensla, aukin kostnaður eða aukið regluverk.

Sem sjálfstæðismaður trúir Viktor á frelsi einstaklingsins, ábyrg fjármál og öflugt samstarf við atvinnulíf og samfélagið allt.

Viktor Pétur Finnsson sækist eftir trausti kjósenda til að leggja sitt af mörkum fyrir Hafnarfjörð framtíðarinnar þar sem haldið er fast í þau grunngildi sem gera Hafnarfjörð að þeim blómlega bæ sem hann hefur ætíð verið, með áframhaldandi tækifærum til vaxtar.