Næsti bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akranesi fer fram næstkomandi laugardag, 11. mars kl. 10:30 að Kirkjubraut 10 (Grjótið Bistro-Bar). Við njótum þess heiðurs að Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins verður sérstakur gestur á fundinum og ætlar að ræða við gesti um stöðu og starf flokksins.
Dagskrá:
· Bæjarfulltrúar fara yfir dagskrá næsta Bæjarstjórnarfundar
· Sérstakur gestur - Vilhjálmur Árnason
· Önnur mál
Fundurinn er opinn og við hvetjum alla til þess að mæta. Heitt verður á könnunni og kleinurnar á sínum stað.
Fyrir hönd Fulltrúarráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akranesi,
Viðar Engilbertsson - formaður