Stytting vinnuvikunnar

 

Laugardagsfundur Sjálfstæðisfélags Kópavogs fer fram 10. nóvember kl. 10:00, í sal Sjálfstæðisfélags Kópavogs, Hlíðasmára 19.

Ása Guðbjörg Ásgeirsdóttir mun kynna tilraunaverkefnið um styttingu vinnutíma hjá ríkinu og fjalla um niðurstöður mælinga sem unnar hafa verið í tengslum við verkefnið.

Hún starfar sjálfstætt fyrir velferðarráðuneytið og hefur umsjón með tilraunaverkefni um styttingu vinnutíma hjá ríkinu. Ása hefur lokið BA prófi í sálfræði, MSc. námi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og MA námi í starfsendurhæfingarráðgjöf við University of Maryland, College Park í Bandaríkjunum.

Um árabil hefur Ása unnið að mannauðsmálum, vinnuvernd, starfsendurhæfingu, verkefnastjórn, greiningum og ráðgjöf.

Facebook viðburð fundarins má finna hér.

Kaffi og bakkelsi á staðnum að vana.

Allir velkomnir.

Kveðja,
Sjálfstæðisfélag Kópavogs