Félög sjálfstæðismanna í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal, Árbæ, Selási, Ártúns- og Norðlingaholti, bjóða sjálfstæðismenn í Reykjavík velkomna á fund okkar Konur í stjórnmálum, miðvikudaginn 8. mars kl 19:30.
Fundurinn verður haldinn í félagsheimili sjálfstæðismanna í Grafarvogi, Hverafold 1-3.
Viðmælendur fundarins verða þær:
Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hildur Björnsdóttir, oddviti borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Lísbet Sigurðardóttir, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Við ætlum að heyra stuttlega frá þessum konum um upplifun þeirra af stjórnmálum.
Hvernig var að koma sér á framfæri innan Sjálfstæðisflokksins?
Hverjar eru áskoranirnar og hvernig hafa viðmælendurnir sigrast á þeim?
Við hvetjum sjálfstæðiskonur sérstaklega til þess að koma og heyra reynslu sögur annara kvenna af flokkstarfinu.
Við verðum að sjálfsögðu með veitingar á staðnum.
Hér má finna viðburðinn á Facebook og allar frekari upplýsingar tengdar viðburðinum.
Félag sjálfstæðismanna í Grafarvogi
Félag sjálfstæðismanna í Árbæ, Selási, Ártúns- og Norðlingaholti
Félag sjálfstæðismanna í Grafarholti og Úlfarsárdal