Í tilefni af 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins verður fjölskylduganga á Sauðárkróki þann 18. ágúst nk.
Gengið verður frá heimavist Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra kl. 12 upp Litla skóg og upp á Nafir, niður Kirkjustíg, Suðurgötu og aftur að heimavist þar sem í boði verða grillaðar pylsur og svali.
Ganga fyrir alla og allir velkomnir.