Frelsi og tækifæri: Orku- og umhverfismál

Frelsi og tækifæri: Orku- og umhverfismál

Students for Liberty á Íslandi standa fyrir ráðstefnu um orku- og umhverfismál í samstarfi við Heimdall, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík og Samtök frjálsyndra framhaldsskólanema.

Ráðstefnan verður haldin í Valhöll á laugardaginn, 3. september.

Á þessari stundu stendur Evrópa frammi fyrir stærstu orkukrísu í manna minnum. Á tímum eins og þessum liggja hættur á mörgum stöðum en líka tækifæri. Með því að tileinka ráðstefnunni málefnum orku og umhverfis ætlum við okkur að fræðast um stöðu þessara málaflokka á Íslandi sem og erlendis.

Fyrirlesarar ráðstefnunnar eru:

  • Rod Richardson, forstjóri Grace-Richardson Fund og stofnandi Clean Capitalist Leadership Council.
  • Christopher Barnard, stofnandi British Conservation Alliance og National Policy Director fyrir American Conservation Alliance.
  • Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra.
  • Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra og lögfræðingur
  • Eyþór Arnalds, fyrrverandi borgarfulltrúi og eigandi Alur Álvinnsla ehf
  • Eldur Ólafsson, framkvæmdastjóri AEX Gold Inc.
  • Andrea Sigurðardóttir, formaður Hvatar, félags Sjálfstæðiskvenna í Reykjavík og Global Communications project manager hjá Marel

Nauðsynlegt er að skrá sig á ráðstefnuna hér:

Hér má nálgast Facebook viðburðinn og frekari upplýsingar:

Hlökkum til að sjá ykkur!