Aðalfundur Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 18. mars n.k. kl. 11:00 í Valhöll.
Dagskrá fundarins:
- Kl. 11:00 - Setning fundarins á fjarfundarforritinu Zoom.
- Kl. 11:00 – 20:00 – Skriflegar kosningar til stjórnar og formanns.
- Kl. 21:00 - Ávarp: Jón Karl Ólafsson, formaður Varðar. Tilkynnt um úrslit kosninga.
- Venjuleg aðalfundarstörf.
- Önnur mál
Skriflegum framboðum til stjórnar skal skilað til framkvæmdastjóra Varðar á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, eða með tölvupósti á netfangið skuli@xd.is, fyrir kl. 16:00, mánudaginn 15. mars, þremur dögum fyrir aðalfund.
ATH! Vegna sóttvarna - Ef til kosningar kemur á aðalfundinum, til stjórnar eða formanns, þá mun kosningin standa yfir á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll, Háaleitisbraut 1, frá kl. 11:00 til 20:00 fimmtudaginn 18. mars.
Kjörgengir eru allir meðlimir fulltrúaráðsins.
Athugið að seturétt á fundinum hafa eingöngu fulltrúar í fulltrúaráðinu.
Stjórnin.