Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi verður haldinn föstudaginn 14. október nk. í Valhöll við Háaleitisbraut 1 kl. 20:00.
Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins, en með þeim afbrigðum að fundurinn tekur til tveggja ára, þ.e. 2020 og 2021, þar eð ekki reyndist fært að halda aðalfund á síðasta ári vegna samkomutakmarkana.
Framboðum til stjórnar skal skila á netfangið jonb@xd.is. Formaður er kosinn sérstaklega.
Framboðsfrestur til stjórnar rennur út þremur sólarhringum fyrir aðalfundinn.
Allir sjálfstæðismenn eru hvattir til að mæta.
Stjórnin.