90 mínútur með Sigríði Andersen og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur

📅 6. september 2018 0:00

'}}

Á næstu dögum tekur Alþingi til starfa og fyrir liggur að krefjandi verkefni bíða bæði ríkisstjórnar og þingmanna. Þó dagskrá þings hafi ekki verið lögð fram þá ætla Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að koma á fund Landssambands sjálfstæðiskvenna og ræða það sem framundan er.

Sigríður og Þórdís munu m.a. ræða verkefnin í ráðuneytum þeirra og áherslur þeirra í starfi. Að loknum framsögum munu ráðherrar svara spurningum úr sal.

Fundarstjóri verður Hulda Guðmunda Óskarsdóttir, doktorsnemi í viðskiptafræði og stjórnarkona í landssambandinu.

Fundurinn hefst klukkan 20 fimmtudaginn 6. september í Vall við Háaleitisbraut 1.

Allir velkomnir.

Kveðja, stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna.