Málfundafélagið Óðinn boðar til opins fundar um orkumál miðvikudaginn 17. janúar í Valhöll, Háaleitisbraut 1, og hefst fundurinn stundvíslega kl. 20 en húsið opnar kl. 19.30.
Yfirskrift fundar er ÁSKORANIR Í ORKUSKIPTUM.
Gestir fundarins verða þeir Andri Snær Magnason, rithöfundur, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sem munu halda framsögur og taka þátt í opnum umræðum um stöðu og framtíð orkumála.
Guðný Halldórsdóttir, stjórnarmaður í Óðni mun stýra umræðum og Birna Hafstein, formaður Óðins mun bjóða gesti velkomna í upphafi.
Málfundafélagið Óðinn